Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 21:40 Reykháfar kolaorkuvers bera við þinghúsið í Washington. Bandaríkin eru á leið úr alþjóðasamstarfi gegn loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína. Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína.
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila