Sjálfstæðismenn jákvæðir um stjórnarsáttmála Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 16:15 Bryndís tekur nýjum stjórnarsáttmála opnum örmum. Vísir/Vilhelm Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman. Kosningar 2017 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman.
Kosningar 2017 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira