Trump: Árásin móðgun við mannkynið 5. apríl 2017 22:26 Donald Trump segir viðhorf sín gagnvart Sýrlandsforseta gjörbreytt. vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti segir efnavopnaárásina í Sýrlandi í gærmorgun, þar sem sjötíu létu lífið, móðgun við mannkynið. Hann vill Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt og segir að binda þurfi enda á ofbeldið í Sýrlandi. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar sagði hann árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart al-Assad séu nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur al-Assad hins vegar alla tíð neitað. „Ég skal segja ykkur það að árásin á börnin í gær hafði mikil áhrif á mig. Mikil áhrif,“ sagði Trump. „Viðhorf mitt gagnvart Sýrlandi og Assad hefur breyst mjög mikið... Við erum að tala um að viðhorfið er nú á allt öðru stigi en áður.“ Aðspurður sagðist Trump ekki vilja svara til um hvort hann hafi íhugað hernaðaríhlutun til að koma Sýrlandsforseta frá, né hvort eða hvernig hann myndi gera það. Þá fengust heldur ekki svör um hvernig hann hyggst enda ofbeldið í landinu. Vesturlönd og uppreisnarmenn hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Einkenni hinna látnu benda sterklega til þess að um hafi verið að ræða sarín, sem er margfalt sterkara en blásýra og ræðst á taugakerfið, lamar vöðva og getur drepið fólk á nokkrum mínútum. Mikil reiði er í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar sem gerð var í sýrlenska bænum Khan Sheikun í gær. Tuttugu börn eru á meðal hinna látnu. Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir efnavopnaárásina í Sýrlandi í gærmorgun, þar sem sjötíu létu lífið, móðgun við mannkynið. Hann vill Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt og segir að binda þurfi enda á ofbeldið í Sýrlandi. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar sagði hann árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart al-Assad séu nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur al-Assad hins vegar alla tíð neitað. „Ég skal segja ykkur það að árásin á börnin í gær hafði mikil áhrif á mig. Mikil áhrif,“ sagði Trump. „Viðhorf mitt gagnvart Sýrlandi og Assad hefur breyst mjög mikið... Við erum að tala um að viðhorfið er nú á allt öðru stigi en áður.“ Aðspurður sagðist Trump ekki vilja svara til um hvort hann hafi íhugað hernaðaríhlutun til að koma Sýrlandsforseta frá, né hvort eða hvernig hann myndi gera það. Þá fengust heldur ekki svör um hvernig hann hyggst enda ofbeldið í landinu. Vesturlönd og uppreisnarmenn hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Einkenni hinna látnu benda sterklega til þess að um hafi verið að ræða sarín, sem er margfalt sterkara en blásýra og ræðst á taugakerfið, lamar vöðva og getur drepið fólk á nokkrum mínútum. Mikil reiði er í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar sem gerð var í sýrlenska bænum Khan Sheikun í gær. Tuttugu börn eru á meðal hinna látnu.
Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00