Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2017 07:23 Frá fundi ráðherra Arababandalagsins í Kaíró í gærkvöldi. Vísir/afp Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels auki hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.BBC greinir frá málinu en ákvörðun Trump batt enda á hlutleysi Bandaríkjanna í einni viðkvæmustu deilunni í Mið-Austurlöndum. Ráðherrar 22 ríkja, þeirra á meðal margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum, sendu frá sér yfirlýsinguna í nótt. Síðustu þrjá daga hafa verið mikið um mótmæli og óeirðir bæði á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína, en Palestínumenn hafa álitið austurhluta borgarinnar – sem Ísraelar hernámu í Sex daga stríðinu 1967 – vera framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.Funduðu í Kaíró Trump hét því í kosningabaráttunni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að með ákvörðuninni væri einungis verið að bregðast við og viðurkenna raunveruleikann. Ráðherrar Arababandalagsins funduðu í egypsku höfuðborginni Kaíró og sendu frá sér yfirlýsinguna klukkan eitt í nótt. Meðal þeirra ríkja sem gagnrýna forsetann bandaríska eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn, þar sem málið var til umræðu, voru Bandaríkin einangruð í afstöðu sinni þar sem fjórtán af fimmtán ríki, sem sæti eiga í ráðinu, fordæmdu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt svívirðilega óvild í garð Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin myndu enn vinna að því að friður náist í heimshlutanum. Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels auki hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.BBC greinir frá málinu en ákvörðun Trump batt enda á hlutleysi Bandaríkjanna í einni viðkvæmustu deilunni í Mið-Austurlöndum. Ráðherrar 22 ríkja, þeirra á meðal margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum, sendu frá sér yfirlýsinguna í nótt. Síðustu þrjá daga hafa verið mikið um mótmæli og óeirðir bæði á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína, en Palestínumenn hafa álitið austurhluta borgarinnar – sem Ísraelar hernámu í Sex daga stríðinu 1967 – vera framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.Funduðu í Kaíró Trump hét því í kosningabaráttunni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að með ákvörðuninni væri einungis verið að bregðast við og viðurkenna raunveruleikann. Ráðherrar Arababandalagsins funduðu í egypsku höfuðborginni Kaíró og sendu frá sér yfirlýsinguna klukkan eitt í nótt. Meðal þeirra ríkja sem gagnrýna forsetann bandaríska eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn, þar sem málið var til umræðu, voru Bandaríkin einangruð í afstöðu sinni þar sem fjórtán af fimmtán ríki, sem sæti eiga í ráðinu, fordæmdu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt svívirðilega óvild í garð Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin myndu enn vinna að því að friður náist í heimshlutanum.
Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37