Corbyn ýjar að því að Verkamannaflokkurinn muni afnema skólagjöld í breskum háskólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2017 16:32 Jeremy Corbyn á kosningafundi á dögunum. vísir/getty Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur ýjað að því að flokkurinn muni gefa loforð um það fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi að afnema skólagjöld í háskólum landsins. Corbyn sagði á kosningafundi í menntaskóla í Leeds í dag að hann væri með ýmislegt í vasanum varðandi háskólanámið en að hann gæti ekki gefið neitt upp fyrr en stefnuskrá flokksins yrði opinberuð í næstu viku. „Þið verðið að bíða eftir stefnuskránni. Ég veit að þið eruð örvæntingarfull og ég er með ýmislegt í vasanum en því miður þá get ég ekki sagt ykkur frá því. Er það í lagi? Er ykkur sama? Getið þið beðið vegna spennu?“ sagði Corbyn á fundinum í dag aðspurður um hvað Verkamannaflokkurinn ætlaði að gera varðandi skólagjöld í breska háskóla. Skólagjöld mega nú vera í mesta lagi 9250 pund á ári í háskólum á Englandi sem gera 1,2 milljónir. Fyrir þingkosningarnar 2015 lofaði Verkamannaflokkinn að lækka skólagjöldin niður í 6000 pund árið og á fundinum í dag útilokaði Corbyn ekki að flokkurinn myndi aftur berjast gegn gjöldunum. Orð Corbyn eru í samræmi við orð flokksbróður hans, John McDonnell, sem sagði á kosningafundi á dögunum að Verkamannaflokkurinn vildi að skólakerfið allt yrði ókeypis á sama hátt og heilbrigðisþjónusta er gjaldfrjáls í gegnum National Health Service – NHS. „Við viljum að menntun verði gjaldfrjáls hvenær sem þú þarfnast hennar á lífsleiðinni. Það þýðir að hætta að skera niður á grunnskólastiginu. [...] Og já það þýðir að berjast á móti skólagjöldunum í háskóla svo að börnin okkar þurfi ekki að vera með miklar skuldir á bakinu í framtíðinni,“ sagði McDonnell.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur ýjað að því að flokkurinn muni gefa loforð um það fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi að afnema skólagjöld í háskólum landsins. Corbyn sagði á kosningafundi í menntaskóla í Leeds í dag að hann væri með ýmislegt í vasanum varðandi háskólanámið en að hann gæti ekki gefið neitt upp fyrr en stefnuskrá flokksins yrði opinberuð í næstu viku. „Þið verðið að bíða eftir stefnuskránni. Ég veit að þið eruð örvæntingarfull og ég er með ýmislegt í vasanum en því miður þá get ég ekki sagt ykkur frá því. Er það í lagi? Er ykkur sama? Getið þið beðið vegna spennu?“ sagði Corbyn á fundinum í dag aðspurður um hvað Verkamannaflokkurinn ætlaði að gera varðandi skólagjöld í breska háskóla. Skólagjöld mega nú vera í mesta lagi 9250 pund á ári í háskólum á Englandi sem gera 1,2 milljónir. Fyrir þingkosningarnar 2015 lofaði Verkamannaflokkinn að lækka skólagjöldin niður í 6000 pund árið og á fundinum í dag útilokaði Corbyn ekki að flokkurinn myndi aftur berjast gegn gjöldunum. Orð Corbyn eru í samræmi við orð flokksbróður hans, John McDonnell, sem sagði á kosningafundi á dögunum að Verkamannaflokkurinn vildi að skólakerfið allt yrði ókeypis á sama hátt og heilbrigðisþjónusta er gjaldfrjáls í gegnum National Health Service – NHS. „Við viljum að menntun verði gjaldfrjáls hvenær sem þú þarfnast hennar á lífsleiðinni. Það þýðir að hætta að skera niður á grunnskólastiginu. [...] Og já það þýðir að berjast á móti skólagjöldunum í háskóla svo að börnin okkar þurfi ekki að vera með miklar skuldir á bakinu í framtíðinni,“ sagði McDonnell.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira