Fyrsta ABBA-vítakeppnin fór fram í gær og fræg þula Lineker rættist einu sinni enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 08:30 Gary Lineker tekur víti í leik með Tottenham í bikarúrslitaleik á Wembley. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að gera tilraun með nýja útgáfu af vítaspyrnukeppnum í úrslitakeppni sautján ára landsliða karla og kvenna og fyrsta slíka vítakeppnin fór fram í undanúrslitum EM U-17 kvenna í gær. BBC vitnuðu, í frétt sinni um þessa söguleg vítakeppni, í fræga þulu Gary Lineker, fyrrum landsliðsmanns Englands og umsjónarmanns Match Of The Day. „Fótboltinn er einföld íþrótt. 22 menn elta boltann í 90 mínútur og í lokin vinnur alltaf Þýskaland,“ sagði Lineker á sínum tíma. Það þótti tilvalið að rifja þetta upp fyrst að það voru Þjóðverjar sem unnu fyrstu ABBA vítakeppnina í Príbram í Tékklandi í gær.Þýsku stelpurnar í sautján ára landsliðinu komust þá í úrslitaleik Evrópumótsins eftir 3-2 sigur á Noregi í vítaspyrnukeppninni. Norska liðið komst reyndar í 2-0 í vítaspyrnukeppninni og þrjár fyrstu spyrnur Þjóðverja klikkuðu. Þær þýsku lifðu það hinsvegar af, skoruðu úr þremur síðustu vítum sínum og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á móti Spáni. Nýtt fyrirkomulag á vítaspyrnukeppnum er þannig að liðin skiptast á að taka fyrri spyrnuna í hverri umferð sem þýðir að hvort lið tekur alltaf tvö víti í röð. A byrjar svo tekur lið B tvær vítaspyrnur í röð og svo lið A tvær í röð þar til að bæði lið hafa tekið fimm spyrnur. Þessi sögulega vítaspyrnukeppni í Tékklandi fór alla leið í bráðabana þar sem Þýskaland tryggði sér sigurinn með því að skora úr sjöttu spyrnu sinni. Norðmenn höfðu þá klikkað á tveimur vítum í röð, þeirri síðustu í venjulegu vítakeppninni og þeirri fyrstu í bráðabana.Það er hægt að sjá svipmyndir úr leiknum með því að smella hér.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig:Þýskaland (A) 3-2 Noregur (B) 1. Wieder, Þýskalandi - varið 2. Bjelde, Noregi - varið3. Sunde, Noregi - mark (0-1) 4. Rackow, Þýskalandi - varið 5. Lohmann, Þýskalandi - stöng6. Tvedten, Noregi - mark (0-2) 7. Birkeli, Noregi - varið8. Kössler, Þýskalandi - mark (1-2)9. Nüsken, Þýskalandi - mark (2-2) 10. Bjørneboe, Noregi - varið 11. Haugland, Noregi - varið12. Brunner, Þýskalandi - mark (3-2) Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að gera tilraun með nýja útgáfu af vítaspyrnukeppnum í úrslitakeppni sautján ára landsliða karla og kvenna og fyrsta slíka vítakeppnin fór fram í undanúrslitum EM U-17 kvenna í gær. BBC vitnuðu, í frétt sinni um þessa söguleg vítakeppni, í fræga þulu Gary Lineker, fyrrum landsliðsmanns Englands og umsjónarmanns Match Of The Day. „Fótboltinn er einföld íþrótt. 22 menn elta boltann í 90 mínútur og í lokin vinnur alltaf Þýskaland,“ sagði Lineker á sínum tíma. Það þótti tilvalið að rifja þetta upp fyrst að það voru Þjóðverjar sem unnu fyrstu ABBA vítakeppnina í Príbram í Tékklandi í gær.Þýsku stelpurnar í sautján ára landsliðinu komust þá í úrslitaleik Evrópumótsins eftir 3-2 sigur á Noregi í vítaspyrnukeppninni. Norska liðið komst reyndar í 2-0 í vítaspyrnukeppninni og þrjár fyrstu spyrnur Þjóðverja klikkuðu. Þær þýsku lifðu það hinsvegar af, skoruðu úr þremur síðustu vítum sínum og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á móti Spáni. Nýtt fyrirkomulag á vítaspyrnukeppnum er þannig að liðin skiptast á að taka fyrri spyrnuna í hverri umferð sem þýðir að hvort lið tekur alltaf tvö víti í röð. A byrjar svo tekur lið B tvær vítaspyrnur í röð og svo lið A tvær í röð þar til að bæði lið hafa tekið fimm spyrnur. Þessi sögulega vítaspyrnukeppni í Tékklandi fór alla leið í bráðabana þar sem Þýskaland tryggði sér sigurinn með því að skora úr sjöttu spyrnu sinni. Norðmenn höfðu þá klikkað á tveimur vítum í röð, þeirri síðustu í venjulegu vítakeppninni og þeirri fyrstu í bráðabana.Það er hægt að sjá svipmyndir úr leiknum með því að smella hér.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig:Þýskaland (A) 3-2 Noregur (B) 1. Wieder, Þýskalandi - varið 2. Bjelde, Noregi - varið3. Sunde, Noregi - mark (0-1) 4. Rackow, Þýskalandi - varið 5. Lohmann, Þýskalandi - stöng6. Tvedten, Noregi - mark (0-2) 7. Birkeli, Noregi - varið8. Kössler, Þýskalandi - mark (1-2)9. Nüsken, Þýskalandi - mark (2-2) 10. Bjørneboe, Noregi - varið 11. Haugland, Noregi - varið12. Brunner, Þýskalandi - mark (3-2)
Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira