„Tortímandinn“ hefur látið ógilda 1500 barnahjónabönd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 14:36 Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, ásamt Theresu Kachindamoto í Malaví. Nýlega tóku í gildi lög í Malaví þar sem stjórnarskrá landsins var breytt á þann veg að nú er ólöglegt að gifta sig fyrir 18 ára aldur. Malavíska þingið samþykkti um miðjan febrúar að breyta stjórnarskránni á þennan veg og í lok apríl staðfesti Peter Mutharika, forseti Malaví, breytinguna. Með henni er lokað fyrir smugu sem var í lögum Malaví og kváðu á um að leyfilegt væri að giftast 15 ára gömlum börnum ef foreldrarnir gæfu leyfi fyrir því.Mikið um barnahjónabönd í Malaví Lagabreytingin er þýðingarmikil í baráttunni gegn barnahjónaböndum í landinu en samkvæmt UNICEF er Malaví með 11. hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum. Eru það aðallega ungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum þegar þær eru enn á barnsaldri. Einn ötulasti baráttumaðurinn gegn barnahjónaböndum í Malaví er Theresa Kachindamoto sem gengur jafnan undir nafninu „The Terminator“ eða „Tortímandinn.“ Ástæðan fyrir gælunafninu er sú að hún hefur á undanförnum sex árum látið ógilda 1500 barnahjónabönd og hjálpað stúlkum að komast aftur í skóla.Fræðir foreldra, karlmenn og stúlkur um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda Kachindamoto er einn af 300 héraðshöfðingjum í Malaví sem UN Women veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. Í landinu er hlutverk héraðshöfðingjanna meðal annars að varðveita hefðir samfélagsins en það veitir þeim rétt til að afnema skaðlega siði á borð við þvinguð barnahjónabönd. Alls ræður Kachindamoto yfir 551 þorpi og hlutverk hennar meðal annars fólgið í því að leiðbeina þorpshöfðingjunum við að fræða íbúa þorpanna, foreldra, karlmenn og stúlkurnar sjálfar um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda fyrir stúlkur og konur. Þá fá kennarar einnig fræðslu en margir þeirra eru haldnir fordómum gagnvart barnsungum mæðrum sem koma aftur í skóla eftir að hafa eignast barn.Hægt að leggja baráttunni lið Með vinnu sinni hvetur Kachindamoto til viðhorfsbreytingar á meðal þorpsbúa en hún leggur mikla áherslu á að stúlkur gangi í skóla. Þá vinnur hún hörðum höndum að því að koma stúlkum sem hafa verið giftar í skóla. Ef einhver þorpshöfðingi undir stjórn Kachindamoto leyfir barnahjónaband er honum umsvifalaust vikið úr starfi en nú þegar hefur „Tortímandinn“ rekið fimm höfðingja úr embætti. Barátta hennar gegn barnahjónaböndum heldur áfram en Íslendingar geta stutt við málefnið með þvía ð senda sms-ið KONUR í símanúmerið 1900 og lagt þannig sitt af mörkum við að ógilda barnahjónabönd í Malaví. Hér að neðan má sjá umfjöllun UN Women um Kachindamoto og barnahjónabönd í Malaví og hér má lesa ítarlegt viðtal við Kachindamoto. Malaví Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Nýlega tóku í gildi lög í Malaví þar sem stjórnarskrá landsins var breytt á þann veg að nú er ólöglegt að gifta sig fyrir 18 ára aldur. Malavíska þingið samþykkti um miðjan febrúar að breyta stjórnarskránni á þennan veg og í lok apríl staðfesti Peter Mutharika, forseti Malaví, breytinguna. Með henni er lokað fyrir smugu sem var í lögum Malaví og kváðu á um að leyfilegt væri að giftast 15 ára gömlum börnum ef foreldrarnir gæfu leyfi fyrir því.Mikið um barnahjónabönd í Malaví Lagabreytingin er þýðingarmikil í baráttunni gegn barnahjónaböndum í landinu en samkvæmt UNICEF er Malaví með 11. hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum. Eru það aðallega ungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum þegar þær eru enn á barnsaldri. Einn ötulasti baráttumaðurinn gegn barnahjónaböndum í Malaví er Theresa Kachindamoto sem gengur jafnan undir nafninu „The Terminator“ eða „Tortímandinn.“ Ástæðan fyrir gælunafninu er sú að hún hefur á undanförnum sex árum látið ógilda 1500 barnahjónabönd og hjálpað stúlkum að komast aftur í skóla.Fræðir foreldra, karlmenn og stúlkur um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda Kachindamoto er einn af 300 héraðshöfðingjum í Malaví sem UN Women veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. Í landinu er hlutverk héraðshöfðingjanna meðal annars að varðveita hefðir samfélagsins en það veitir þeim rétt til að afnema skaðlega siði á borð við þvinguð barnahjónabönd. Alls ræður Kachindamoto yfir 551 þorpi og hlutverk hennar meðal annars fólgið í því að leiðbeina þorpshöfðingjunum við að fræða íbúa þorpanna, foreldra, karlmenn og stúlkurnar sjálfar um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda fyrir stúlkur og konur. Þá fá kennarar einnig fræðslu en margir þeirra eru haldnir fordómum gagnvart barnsungum mæðrum sem koma aftur í skóla eftir að hafa eignast barn.Hægt að leggja baráttunni lið Með vinnu sinni hvetur Kachindamoto til viðhorfsbreytingar á meðal þorpsbúa en hún leggur mikla áherslu á að stúlkur gangi í skóla. Þá vinnur hún hörðum höndum að því að koma stúlkum sem hafa verið giftar í skóla. Ef einhver þorpshöfðingi undir stjórn Kachindamoto leyfir barnahjónaband er honum umsvifalaust vikið úr starfi en nú þegar hefur „Tortímandinn“ rekið fimm höfðingja úr embætti. Barátta hennar gegn barnahjónaböndum heldur áfram en Íslendingar geta stutt við málefnið með þvía ð senda sms-ið KONUR í símanúmerið 1900 og lagt þannig sitt af mörkum við að ógilda barnahjónabönd í Malaví. Hér að neðan má sjá umfjöllun UN Women um Kachindamoto og barnahjónabönd í Malaví og hér má lesa ítarlegt viðtal við Kachindamoto.
Malaví Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira