Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 18:53 Burr (t.h.) með varaformanninum Mark Warner, þingmanni demókrata, þegar þeir kynntu framgang rannsóknarinnar í dag. Vísir/AFP Formaður bandarískrar þingnefndar sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við rússnesk stjórnvöld segir það enn „opna spurningu“. Hann gerir ráð fyrir að Rússar haldi áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogar leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sögðu blaðamönnum í dag að þeir styðji að miklu leyti niðurstöðu leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra, að því er segir í frétt Washington Post. „Spurning um samráð er enn opin. Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um samráð,“ sagði Richard Burr, formaður nefndarinnar og þingmaður Repúblikanaflokksins.Vonast til að ljúka rannsókn fyrir kosningabaráttu á næsta áriTrump hefur kallað ásakanir um að framboð hans hafi átt í samráði við útsendara Rússa gabb og mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að hafa átt í samráði við framboðið. Leyniþjónustunefndin hefur tekið fleiri en hundrað viðtöl sem hafa staðið í yfir meira en 250 klukkustundir í tengslum við rannsóknina. Til stendur að ræða við tuttugu og fimm vitni til viðbótar í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters. Auk hennar rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, meint samráð. Burr lagði áherslu á að nefndin ætti enn mikið starf eftir óunnið. Markmiðið sé að ljúka henni áður en forval flokkanna fyrir þingkosningarnar næsta haust byrjar. Hann sagði heldur ekki hægt að álykta annað en að Rússar séu enn að reyna að hafa áhrif og skapa glundroða í kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Formaður bandarískrar þingnefndar sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við rússnesk stjórnvöld segir það enn „opna spurningu“. Hann gerir ráð fyrir að Rússar haldi áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogar leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sögðu blaðamönnum í dag að þeir styðji að miklu leyti niðurstöðu leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra, að því er segir í frétt Washington Post. „Spurning um samráð er enn opin. Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um samráð,“ sagði Richard Burr, formaður nefndarinnar og þingmaður Repúblikanaflokksins.Vonast til að ljúka rannsókn fyrir kosningabaráttu á næsta áriTrump hefur kallað ásakanir um að framboð hans hafi átt í samráði við útsendara Rússa gabb og mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að hafa átt í samráði við framboðið. Leyniþjónustunefndin hefur tekið fleiri en hundrað viðtöl sem hafa staðið í yfir meira en 250 klukkustundir í tengslum við rannsóknina. Til stendur að ræða við tuttugu og fimm vitni til viðbótar í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters. Auk hennar rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, meint samráð. Burr lagði áherslu á að nefndin ætti enn mikið starf eftir óunnið. Markmiðið sé að ljúka henni áður en forval flokkanna fyrir þingkosningarnar næsta haust byrjar. Hann sagði heldur ekki hægt að álykta annað en að Rússar séu enn að reyna að hafa áhrif og skapa glundroða í kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03