Tæma skúffur á lokametrunum Sveinn Arnarsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Hluti ráðherraliðs ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar við eldhúsdagsumræður á Alþingi í haust. vísir/ernir Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa varið að minnsta kosti tæpum átta milljónum króna af svokölluðu skúffufé sínu eftir að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað mestu, á þessu tímabili, eða rúmum þremur milljónum króna. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til allra ráðuneyta um nýtingu ráðherra á svokölluðu skúffufé, frá þeim tíma sem ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og ráðherrar urðu því ráðherrar í starfsstjórn án meirihluta á þingi. Fimm af ráðherrunum ellefu höfðu nýtt fjármagn úr þessum potti sínum í ráðuneyti en ráðherrar ákveða eftir geðþótta hvernig þessum peningum er varið.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/vilhelmSigríður Á. Andersen, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherrar Sjálfstæðisflokks, hafa ekki útdeilt neinu fé á þessu tímabili sem um er rætt. Enn fremur hafa Sigríður Á. Andersen Guðlaugur Þór Þórðarson tekið þá ákvörðun að snerta ekki þetta fé í sinni ráðherratíð og mun því það fé sem henni hefur verið úthlutað renna aftur í ríkissjóð um áramót. Guðlaugur Þór Þórðarson segir þurfa skýran ramma um þennan fjárlagalið hvers ráðherra. „Ég taldi það ekki rétta ákvörðun að nýta fé sem þetta þegar vitað var að stjórnin væri fallin og vitað væri að flokkarnir væru á leið í kosningabaráttu. Þegar ég var í heilbrigðisráðuneytinu hafði ég nefnd utan um þetta sem fór í gegnum umsóknir og hafði þetta í föstum skorðum,“ segir Guðlaugur Þór. Jón Ólafsson siðfræðingur segir úthlutanir sem þessar þurfa að vera uppi á borðum. „Svona ákvarðanir sem byggðar eru á geðþótta ráðherra og án skýringa, ættu auðvitað að vera listaðar upp á síðum ráðuneytis, hver einasta fjárveiting. Þá væri hægt að glöggva sig betur á þeim. Það hefur líka sýnt sig að því meira sem gegnsæið er, því lægri upphæðum er varið af almannafé í svona hluti. Því hlýtur lykilorðið að vera gegnsæi og auðvelt aðgengi að þessum upplýsingum,“ segir Jón Ólafsson. Nýting ráðherra á skúffufé:Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, 3.100.000 krónur Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, 2.470.000 krónur Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, 1.500.000 Benendikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, 800.000 krónur Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, 50.000Ekki bárust svör frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa varið að minnsta kosti tæpum átta milljónum króna af svokölluðu skúffufé sínu eftir að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað mestu, á þessu tímabili, eða rúmum þremur milljónum króna. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til allra ráðuneyta um nýtingu ráðherra á svokölluðu skúffufé, frá þeim tíma sem ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og ráðherrar urðu því ráðherrar í starfsstjórn án meirihluta á þingi. Fimm af ráðherrunum ellefu höfðu nýtt fjármagn úr þessum potti sínum í ráðuneyti en ráðherrar ákveða eftir geðþótta hvernig þessum peningum er varið.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/vilhelmSigríður Á. Andersen, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherrar Sjálfstæðisflokks, hafa ekki útdeilt neinu fé á þessu tímabili sem um er rætt. Enn fremur hafa Sigríður Á. Andersen Guðlaugur Þór Þórðarson tekið þá ákvörðun að snerta ekki þetta fé í sinni ráðherratíð og mun því það fé sem henni hefur verið úthlutað renna aftur í ríkissjóð um áramót. Guðlaugur Þór Þórðarson segir þurfa skýran ramma um þennan fjárlagalið hvers ráðherra. „Ég taldi það ekki rétta ákvörðun að nýta fé sem þetta þegar vitað var að stjórnin væri fallin og vitað væri að flokkarnir væru á leið í kosningabaráttu. Þegar ég var í heilbrigðisráðuneytinu hafði ég nefnd utan um þetta sem fór í gegnum umsóknir og hafði þetta í föstum skorðum,“ segir Guðlaugur Þór. Jón Ólafsson siðfræðingur segir úthlutanir sem þessar þurfa að vera uppi á borðum. „Svona ákvarðanir sem byggðar eru á geðþótta ráðherra og án skýringa, ættu auðvitað að vera listaðar upp á síðum ráðuneytis, hver einasta fjárveiting. Þá væri hægt að glöggva sig betur á þeim. Það hefur líka sýnt sig að því meira sem gegnsæið er, því lægri upphæðum er varið af almannafé í svona hluti. Því hlýtur lykilorðið að vera gegnsæi og auðvelt aðgengi að þessum upplýsingum,“ segir Jón Ólafsson. Nýting ráðherra á skúffufé:Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, 3.100.000 krónur Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, 2.470.000 krónur Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, 1.500.000 Benendikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, 800.000 krónur Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, 50.000Ekki bárust svör frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira