Wow air svarar breskum blaðamanni sem sagði tilboð flugfélagsins „falskar fréttir“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 11:07 Vél WOW air. vísir/vilhelm Blaðamaður Independent gagnrýnir tilboð íslenska flugfélagsins Wow Air á áætlunarferð frá Stansted-flugvelli í London til JFK-flugvallar í New York. Wow Air auglýsti í síðustu viku sæti í áætlunarferðir frá Stansted til New York fyrir 99 pund, eða því sem nemur um 13 þúsund íslenskra króna. Nokkrir breskir fjölmiðla fjölluðu um þetta tilboð en blaðamaður Independent, Simon Calder, segir þær umfjallanir hafa verið „falskar fréttir“. „Til að byrja með þá er Wow Air ekki að hefja nýja flugleið frá Stansted til JFK. Það mun flytja þig frá Essex til Keflavíkurflugvallar á Íslandi, þar sem þú þarft að ná tengiflugi til að komast til New York,“ skrifar Calder. Hann segir að þetta 99 punda tilboð hafa aðeins staðið til boða ef bókað var báðar leiðir og þá hafi heimferðin verið dýrari. Þá hafi bókunargjald einnig verið bætt við upphæðina. „Við erum að bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð sem leggjast vel í fólk enda seldust þessi sæti fljótt upp,“ segir María Margrét Jóhannsdóttir hjá Wow Air við Vísi vegna skrifa breska blaðamannsins.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/VilhelmHún segir Wow Air alltaf hafa þann hátt á í tilboðum sínum að bókað sé flug fram og til baka og það sé tekið skýrt fram á vef félagsins. Hún segir flugvallarskatta í Bretlandi um 129 pund og því hafi Wow Air verið að lofa að borga með þeim farþegum sem næðu að nýta sér þetta tilboð. „Við höfum almennt ekki orðið vör við gagnrýni sem þessa,“ segir María. Calder segir Wow Air hafa heillað heimsbyggðina með þessu tilboði sínu og að það hafi meira segja ratað í fréttir á Nýja Sjálandi. Hann tekur fram að ódýrasta flugið báðar leiðir með Wow Air frá London til New York hafi verið á 251 pund. Það sé got verð en ekki eins gott og tilboð flugfélagsins Primera Air sem hefur flug frá Stansted til New York í apríl næstkomandi. Með Primera Air hafi hann átt möguleika á að bóka báðar leiðir með Primera Air fyrir 234 pund, og án þess að þurfa að millilenda á Íslandi. WOW Air tilkynnti í síðustu viku að það muni hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til JFK-flugvallar í New York 26. apríl næstkomandi. Flugfélagið er nú þegar með áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Newark-flugvallar í New York. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00 WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08 Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Blaðamaður Independent gagnrýnir tilboð íslenska flugfélagsins Wow Air á áætlunarferð frá Stansted-flugvelli í London til JFK-flugvallar í New York. Wow Air auglýsti í síðustu viku sæti í áætlunarferðir frá Stansted til New York fyrir 99 pund, eða því sem nemur um 13 þúsund íslenskra króna. Nokkrir breskir fjölmiðla fjölluðu um þetta tilboð en blaðamaður Independent, Simon Calder, segir þær umfjallanir hafa verið „falskar fréttir“. „Til að byrja með þá er Wow Air ekki að hefja nýja flugleið frá Stansted til JFK. Það mun flytja þig frá Essex til Keflavíkurflugvallar á Íslandi, þar sem þú þarft að ná tengiflugi til að komast til New York,“ skrifar Calder. Hann segir að þetta 99 punda tilboð hafa aðeins staðið til boða ef bókað var báðar leiðir og þá hafi heimferðin verið dýrari. Þá hafi bókunargjald einnig verið bætt við upphæðina. „Við erum að bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð sem leggjast vel í fólk enda seldust þessi sæti fljótt upp,“ segir María Margrét Jóhannsdóttir hjá Wow Air við Vísi vegna skrifa breska blaðamannsins.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/VilhelmHún segir Wow Air alltaf hafa þann hátt á í tilboðum sínum að bókað sé flug fram og til baka og það sé tekið skýrt fram á vef félagsins. Hún segir flugvallarskatta í Bretlandi um 129 pund og því hafi Wow Air verið að lofa að borga með þeim farþegum sem næðu að nýta sér þetta tilboð. „Við höfum almennt ekki orðið vör við gagnrýni sem þessa,“ segir María. Calder segir Wow Air hafa heillað heimsbyggðina með þessu tilboði sínu og að það hafi meira segja ratað í fréttir á Nýja Sjálandi. Hann tekur fram að ódýrasta flugið báðar leiðir með Wow Air frá London til New York hafi verið á 251 pund. Það sé got verð en ekki eins gott og tilboð flugfélagsins Primera Air sem hefur flug frá Stansted til New York í apríl næstkomandi. Með Primera Air hafi hann átt möguleika á að bóka báðar leiðir með Primera Air fyrir 234 pund, og án þess að þurfa að millilenda á Íslandi. WOW Air tilkynnti í síðustu viku að það muni hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til JFK-flugvallar í New York 26. apríl næstkomandi. Flugfélagið er nú þegar með áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Newark-flugvallar í New York.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00 WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08 Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00
WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08
Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00