Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 WOW Air, flugfélag Skúla Mogensen, stendur upp úr þegar tölur yfir kvartanir til Samgöngustofu eru skoðaðar. Vísir/anton brink Algjör sprenging hefur orðið í fjölda kvartana sem Samgöngustofu berast frá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefur tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömuleiðis. Neytendur eru betur upplýstir nú um réttindi sín, segir Samgöngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Samgöngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri.Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Samgöngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvöfaldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvöföldun kvartana flugfarþega frá því sem var 2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásættanlegt en skýrist af þeirri miklu stækkun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað farþegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað viðskiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafi stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefnir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í fjölda kvartana sem Samgöngustofu berast frá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefur tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömuleiðis. Neytendur eru betur upplýstir nú um réttindi sín, segir Samgöngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Samgöngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri.Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Samgöngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvöfaldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvöföldun kvartana flugfarþega frá því sem var 2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásættanlegt en skýrist af þeirri miklu stækkun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað farþegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað viðskiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafi stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefnir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira