Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 WOW Air, flugfélag Skúla Mogensen, stendur upp úr þegar tölur yfir kvartanir til Samgöngustofu eru skoðaðar. Vísir/anton brink Algjör sprenging hefur orðið í fjölda kvartana sem Samgöngustofu berast frá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefur tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömuleiðis. Neytendur eru betur upplýstir nú um réttindi sín, segir Samgöngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Samgöngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri.Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Samgöngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvöfaldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvöföldun kvartana flugfarþega frá því sem var 2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásættanlegt en skýrist af þeirri miklu stækkun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað farþegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað viðskiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafi stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefnir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í fjölda kvartana sem Samgöngustofu berast frá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefur tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömuleiðis. Neytendur eru betur upplýstir nú um réttindi sín, segir Samgöngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Samgöngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri.Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Samgöngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvöfaldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvöföldun kvartana flugfarþega frá því sem var 2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásættanlegt en skýrist af þeirri miklu stækkun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað farþegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað viðskiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafi stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefnir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira