Crouch elstur til að skora 100 mörk og er ekki hættur: "Get spilað til fertugs“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2017 13:30 Peter Crouch, hinn stóri og bráðskemmtilegi framherji Stoke, skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið gerði jafntefli við Everton á heimavelli, 1-1. Eftir að vera fastur í 96 mörkum um langa hríð er Crouch nú búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum sínum og varð í gær 26. leikmaðurinn til að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Crouch er sá elsti til að afreka þetta en hann var 36 ára og tveggja daga gamall þegar hann skoraði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að vera að nálgast endalok ferilsins er framherjinn hvergi nærri hættur. „Ég er mjög ánægður. Auðvitað er ég feginn að hafa skorað þetta svona snemma í leiknum. Ég var ekki lengi fastur í 99 mörkum þannig það var gott að koma þessu frá. Ég er stoltur af þessu afreki þegar ég sé listann yfir þá sem hafa afrekað þetta. Það eru forréttindi fyrir mig að vera í þessum hópi,“ sagði Crouch við Sky Sports eftir leikinn. „Ég er ánægður með að hafa spilað svona lengi í ensku úrvalsdeildinni. Mér líður vel, ég er í góðu formi og get haft áhrif á leiki í þessari deild. Vonandi held ég bara áfram að skora mörk.“ „Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning þannig stjórinn er greinilega á því að ég geti spilað. Ég veit að ég get spilað í þessari deild í nokkur ár í viðbót. Ég treysti aldrei á hraðann. Ég veit að stjórinn [Mark Hughes] spilaði þar til hann var um fertugt og ég held að ég geti gert það sama,“ sagði Peter Crouch. Hér að ofan má sjá tímamóta markið hjá Crouch og vélmennadansinn sem hann bauð að sjálfsögðu upp á í tilefni dagsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlega klúðrið hjá Mata, fyrsta mark Jesus og allt hitt úr enska boltanum í gær Mörkin og flottustu markvörslurnar úr leikjum vikunnar í enska boltanum. 2. febrúar 2017 09:45 Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Peter Crouch, hinn stóri og bráðskemmtilegi framherji Stoke, skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið gerði jafntefli við Everton á heimavelli, 1-1. Eftir að vera fastur í 96 mörkum um langa hríð er Crouch nú búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum sínum og varð í gær 26. leikmaðurinn til að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Crouch er sá elsti til að afreka þetta en hann var 36 ára og tveggja daga gamall þegar hann skoraði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að vera að nálgast endalok ferilsins er framherjinn hvergi nærri hættur. „Ég er mjög ánægður. Auðvitað er ég feginn að hafa skorað þetta svona snemma í leiknum. Ég var ekki lengi fastur í 99 mörkum þannig það var gott að koma þessu frá. Ég er stoltur af þessu afreki þegar ég sé listann yfir þá sem hafa afrekað þetta. Það eru forréttindi fyrir mig að vera í þessum hópi,“ sagði Crouch við Sky Sports eftir leikinn. „Ég er ánægður með að hafa spilað svona lengi í ensku úrvalsdeildinni. Mér líður vel, ég er í góðu formi og get haft áhrif á leiki í þessari deild. Vonandi held ég bara áfram að skora mörk.“ „Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning þannig stjórinn er greinilega á því að ég geti spilað. Ég veit að ég get spilað í þessari deild í nokkur ár í viðbót. Ég treysti aldrei á hraðann. Ég veit að stjórinn [Mark Hughes] spilaði þar til hann var um fertugt og ég held að ég geti gert það sama,“ sagði Peter Crouch. Hér að ofan má sjá tímamóta markið hjá Crouch og vélmennadansinn sem hann bauð að sjálfsögðu upp á í tilefni dagsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlega klúðrið hjá Mata, fyrsta mark Jesus og allt hitt úr enska boltanum í gær Mörkin og flottustu markvörslurnar úr leikjum vikunnar í enska boltanum. 2. febrúar 2017 09:45 Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Sjáðu ótrúlega klúðrið hjá Mata, fyrsta mark Jesus og allt hitt úr enska boltanum í gær Mörkin og flottustu markvörslurnar úr leikjum vikunnar í enska boltanum. 2. febrúar 2017 09:45
Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00