Enski miðjumaðurinn Frank Lampard tilkynnti í dag að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna.
21 árs ferli þessa 38 ára gamla leikmanns er þar með lokið en Lampard getur verið stoltur af því sem hann afrekaði.
Hann spilaði 649 leiki fyrir Chelsea og náði einnig að spila 106 landsleiki fyrir England.
„Ég hef fengið fullt af freistandi tilboðum en nú er kominn tími á nýjan kafla í mínu lífi,“ sagði Lampard.
Hann kom til Chelsea frá West Ham árið 2001 fyrir 11 milljónir punda og 211 mörk hans fyrir félagið áttu sinn þátt í að félagið vann Meistaradeildina, ensku deildina þrisvar, enska bikarinn fjórum sinnum og fleira á hans tíma hjá félaginu.
Lampard leggur skóna á hilluna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

