Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:45 Frá frá borginni Jerúsalem. Vísir/Getty Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag. Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag.
Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40
Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02