Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 16:15 Þeir sem Trump hefur tilnefnt til vísindastarfa búa yfir mun minni sérþekkingu en þeir sem Obama tilnefndi. Vísir/AFP Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.
Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent