Getur slagað hátt í þúsund krónur að hringja í 1818 og 1819 Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2017 13:14 Þórunn segir eldri borgara hafa einangrast vegna netvæðingarinnar, netið er mörgum þeim elstu ekki aðgengilegt. Kostnaður við að hringja í þjónustunúmerin 1818 og 1819 til að fá uppgefnar upplýsingar um símanúmer og annað getur slagað vel uppí þúsund krónur. Þetta kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær, „Kostar sitt að leita númera“. Þar segir að ekki sé víst að fólk átti sig á því hversu „hátt gjaldið er til 1818 sem Já rekur og 1819 sem er á vegum Nýs valkosts. Greint er frá því að notendur greiði bæði upplýsinga- og símafyrirtækjunum fyrir þjónustuna. Rætt er við bæði Sigríði Margréti Oddsdóttur, forstjóra Já og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Símans um málið. Í fréttinni segir: „Á heimasíðu Vodafone kemur fram að upphafsgjaldið sé 117,5 kr. og ekkert mínútugjald sé innheimt. Ef hringt er í 1819 er lágmarksgjaldtaka fyrir símtal innan við mínútu að lengd 368 kr. ef viðskiptavinurinn er í viðskiptum við Símann. Ef símta er lengra en 5 mínútur er hagstæðast fyrir viðskiptavini Vodafone að hringja í 1819. Kostnaðurinn er þá 813,5 kr. án tillits til lengdar símtals.“Tuttugu þúsund á mánuðiUmræða hefur verið um þetta á Twitter en þar kemur fram að eldri borgarar hringi mikið í þessi þjónustunúmer án þess að gera sér grein fyrir gjaldtökunni og fá í kjölfarið himinháa símreikninga. „Twitter-notendur hafa margir þess vegna þurft að setjast niður með ömmum sínum og öfum og kenna þeim að fletta númerum upp á netinu.“Morgunblaðið kannað kostnað við að notfæra sér þjónustunúmerin 1818 og 1819 í gær.Fyrrum starfsmaður Símans segist, í samtali við Vísi, reikninga uppá tugi þúsunda ekkert einsdæmi og það megi rekja til þessa. „Þessi kostnaðarliður kostaði jafnvel 20 þúsund krónur fyrir einn mánuð.“Vont þegar hætt var að gefa út símaskrá Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, kannast reyndar ekki við að hafa fengið erindi á sitt borð vegna svimandi hárra símreikninga. En það sé reyndar erfitt fyrir marga eldri borgara að fylgjast með því vegna þess að reikningar eru sendir út í rafrænu formi. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. „Það var mjög alvarlegt fyrir eldri borgara þegar hætt var að gefa símaskrá út sem bók. Eldri borgarar eru ekki nógu duglegir að fara á netið og já.is,“ segir Þórunn. Og bendir á að margir þeirra sem eldri séu duglegir að leita á náðir fjölskyldu: Fá þá sem yngri eru til að slá þessu upp fyrir sig. „Við erum dugleg að hjálpa hvert öðru í fjölskyldunum. Er þarna er ákveðið gat og elsta fólkið er einangrað að þessu leyti.“Skortir á tölvulæsi meðal eldri borgara Hún segir þetta atriði, með símaskrá, svo tengjast stærri vanda sem snýr að tölvulæsi og netnotkun almennt. Þar hafa eldri borgarar verið skildir eftir. „Hluti eldri borgara er ekki með tölvu eða aðgengi að slíku. Það er verið að fylgjast með þessum vanda á öllum Norðurlöndunum. Danir hafa verið hvað duglegastir við að koma á fót námskeiðum fyrir eldri borgara að auka tölvulæsi þeirra. Þetta er í býgerð hjá okkur að auka þetta líka. Og er nú þegar byrjað hjá félaginu í reykjavík og nokkrum öðrum.“ Þórunn bendir á sem dæmi að það fari fyrir brjóst margra þeirra sem eldri eru þegar til að mynda er sagt í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins að meira sé um málið að finna á ruv.is. „Ekki ná allir að fara þá leið. Það hafa ekkert allir aðgang að þessu.“ Neytendur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Kostnaður við að hringja í þjónustunúmerin 1818 og 1819 til að fá uppgefnar upplýsingar um símanúmer og annað getur slagað vel uppí þúsund krónur. Þetta kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær, „Kostar sitt að leita númera“. Þar segir að ekki sé víst að fólk átti sig á því hversu „hátt gjaldið er til 1818 sem Já rekur og 1819 sem er á vegum Nýs valkosts. Greint er frá því að notendur greiði bæði upplýsinga- og símafyrirtækjunum fyrir þjónustuna. Rætt er við bæði Sigríði Margréti Oddsdóttur, forstjóra Já og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Símans um málið. Í fréttinni segir: „Á heimasíðu Vodafone kemur fram að upphafsgjaldið sé 117,5 kr. og ekkert mínútugjald sé innheimt. Ef hringt er í 1819 er lágmarksgjaldtaka fyrir símtal innan við mínútu að lengd 368 kr. ef viðskiptavinurinn er í viðskiptum við Símann. Ef símta er lengra en 5 mínútur er hagstæðast fyrir viðskiptavini Vodafone að hringja í 1819. Kostnaðurinn er þá 813,5 kr. án tillits til lengdar símtals.“Tuttugu þúsund á mánuðiUmræða hefur verið um þetta á Twitter en þar kemur fram að eldri borgarar hringi mikið í þessi þjónustunúmer án þess að gera sér grein fyrir gjaldtökunni og fá í kjölfarið himinháa símreikninga. „Twitter-notendur hafa margir þess vegna þurft að setjast niður með ömmum sínum og öfum og kenna þeim að fletta númerum upp á netinu.“Morgunblaðið kannað kostnað við að notfæra sér þjónustunúmerin 1818 og 1819 í gær.Fyrrum starfsmaður Símans segist, í samtali við Vísi, reikninga uppá tugi þúsunda ekkert einsdæmi og það megi rekja til þessa. „Þessi kostnaðarliður kostaði jafnvel 20 þúsund krónur fyrir einn mánuð.“Vont þegar hætt var að gefa út símaskrá Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, kannast reyndar ekki við að hafa fengið erindi á sitt borð vegna svimandi hárra símreikninga. En það sé reyndar erfitt fyrir marga eldri borgara að fylgjast með því vegna þess að reikningar eru sendir út í rafrænu formi. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. „Það var mjög alvarlegt fyrir eldri borgara þegar hætt var að gefa símaskrá út sem bók. Eldri borgarar eru ekki nógu duglegir að fara á netið og já.is,“ segir Þórunn. Og bendir á að margir þeirra sem eldri séu duglegir að leita á náðir fjölskyldu: Fá þá sem yngri eru til að slá þessu upp fyrir sig. „Við erum dugleg að hjálpa hvert öðru í fjölskyldunum. Er þarna er ákveðið gat og elsta fólkið er einangrað að þessu leyti.“Skortir á tölvulæsi meðal eldri borgara Hún segir þetta atriði, með símaskrá, svo tengjast stærri vanda sem snýr að tölvulæsi og netnotkun almennt. Þar hafa eldri borgarar verið skildir eftir. „Hluti eldri borgara er ekki með tölvu eða aðgengi að slíku. Það er verið að fylgjast með þessum vanda á öllum Norðurlöndunum. Danir hafa verið hvað duglegastir við að koma á fót námskeiðum fyrir eldri borgara að auka tölvulæsi þeirra. Þetta er í býgerð hjá okkur að auka þetta líka. Og er nú þegar byrjað hjá félaginu í reykjavík og nokkrum öðrum.“ Þórunn bendir á sem dæmi að það fari fyrir brjóst margra þeirra sem eldri eru þegar til að mynda er sagt í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins að meira sé um málið að finna á ruv.is. „Ekki ná allir að fara þá leið. Það hafa ekkert allir aðgang að þessu.“
Neytendur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira