Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Valhöll. Vísir/Pjetur Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“ Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“
Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00
Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51
Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37