Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Valhöll. Vísir/Pjetur Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“ Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“
Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00
Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51
Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37