Katörum sett ströng skilyrði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Katörum er gert að skera á fjárveitingar til Al Jazeera. Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katarar hafa nú þurft að sæta þvingunum í tvær vikur og hafa samskiptin við fyrrnefnd ríki sjaldan verið verri. Eru Katarar meðal annars sakaðir um að fjármagna hryðjuverkasamtök. Nokkrar þeirra krafna sem um ræðir eru að skera á tengsl við Bræðralag múslima, neita að veita ríkisborgurum ríkjanna fjögurra ríkisborgararétt og senda þá til baka til heimalandsins, framselja alla þá menn sem eftirlýstir eru, grunaðir um hryðjuverk, til landanna fjögurra, hætta að fjármagna hryðjuverkasamtök, skera á fjárveitingar til fjölmiðla á borð við Al Jazeera og Arabi21 sem og að greiða ótilgreindar skaðabætur. Þá greinir heimildarmaður Reuters frá því að Katörum sé líka gert að skera á meint tengsl við ISIS, al-Kaída og Hezbollah. AP greinir frá því að Katörum sé í þokkabót gert að kalla diplómata sína heim frá Íran og einungis stunda viðskipti við Íran sem standast kröfur þvingana Bandaríkjanna gegn ríkinu. Í vikunni sagði utanríkisráðherra Katars að ríki sitt myndi ekki samþykkja nein afskipti annarra ríkja af Al Jazeera enda teldu Katarar slíkt heyra alfarið undir innanríkismál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katarar hafa nú þurft að sæta þvingunum í tvær vikur og hafa samskiptin við fyrrnefnd ríki sjaldan verið verri. Eru Katarar meðal annars sakaðir um að fjármagna hryðjuverkasamtök. Nokkrar þeirra krafna sem um ræðir eru að skera á tengsl við Bræðralag múslima, neita að veita ríkisborgurum ríkjanna fjögurra ríkisborgararétt og senda þá til baka til heimalandsins, framselja alla þá menn sem eftirlýstir eru, grunaðir um hryðjuverk, til landanna fjögurra, hætta að fjármagna hryðjuverkasamtök, skera á fjárveitingar til fjölmiðla á borð við Al Jazeera og Arabi21 sem og að greiða ótilgreindar skaðabætur. Þá greinir heimildarmaður Reuters frá því að Katörum sé líka gert að skera á meint tengsl við ISIS, al-Kaída og Hezbollah. AP greinir frá því að Katörum sé í þokkabót gert að kalla diplómata sína heim frá Íran og einungis stunda viðskipti við Íran sem standast kröfur þvingana Bandaríkjanna gegn ríkinu. Í vikunni sagði utanríkisráðherra Katars að ríki sitt myndi ekki samþykkja nein afskipti annarra ríkja af Al Jazeera enda teldu Katarar slíkt heyra alfarið undir innanríkismál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira