Vill að Trump haldi sig frá helstu málunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 14:45 Donald Trump og Bob Corker. Vísir/GETTY Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker fór víða um í morgunsjónvarpi Bandaríkjanna þar sem hann gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega. Hann biðlaði til Trump að hætta að skipta sér af helstu málefnum Bandaríkjanna. Hann ætti að láta „sérfræðingana sjá um þetta í bili“. Donald Trump brást reiður við yfirlýsingum Corker og gagnrýndi hann og uppnefndi á Twitter. Meðal þess sem Corker sagði í dag, samkvæmt frétt Washington Post, var að nokkrir starfsmenn forsetans gerðu sitt besta til að halda aftur af honum, en Trump hefði hins vegar skaðað, meðal annars, og grafið undan utanríkisráðherra sinn með einföldum tístum. Þannig væri hann að gera viðræður við til dæmis Norður-Kóreu erfiðar og mögulega leiða til stríðs. Þá mætti Corker í þáttinn Good Morning America á ABC og sagði forsetanum að stíga til hliðar og láta sérfræðinga sjá um málin.Sen. Bob Corker doubles down on Trump critique; on North Korea "I would like him to leave it to the Professionals for a while" pic.twitter.com/ArgbRTxhnB— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) October 24, 2017 Corker kom einnig að skattaáætlunum repúblikana og sagðist vonast til þess að Hvíta húsið yrði ekki fyrir. Að málið fengi að vera í eðlilegu ferli án afskipta. Trump virtist nú ekki sáttur við þessa gagnrýni og svaraði fyrir sig á Twitter. Þar sagði hann Corker hafa komið að „vonda“ kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Hann gæti ekki verið kosinn hundaveiðari í Tenessee og sé nú að berjast gegn lækkun skatta. Þar að auki sagði Trump að Corker hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til öldungadeildar bandaríkjaþings eftir að Trump neitaði að styðja hann.Bob Corker, who helped President O give us the bad Iran Deal & couldn't get elected dog catcher in Tennessee, is now fighting Tax Cuts....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...Corker dropped out of the race in Tennesse when I refused to endorse him, and now is only negative on anything Trump. Look at his record!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump segir Corker hafa komið að samkomulaginu við Íran. Staðreyndin er sú að Corker var andvígur samkomulaginu og reyndi að koma í veg fyrir Barack Obama gæti fellt niður viðskiptaþvinganir gagnvart Íran. Þá greiddi hann atkvæði gegn samkomulaginu, samkvæmt Politifact.com.Þá sagði Corker fyrr í mánuðinum að það væri ekki rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað.Sjá einnig: Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnarCorker svaraði einnig tístum Trump með eigin tísti. Þar sagði hann Trump flytja sömu lygarnar og sagði forsetann ljúga sífellt. Við það bætti hann „#AlertTheDaycareStaff“. Þar vísaði hann til gamalla ummæla sinna um að Hvíta húsið væri orðið að dagvistun fyrir aldraða.Same untruths from an utterly untruthful president. #AlertTheDaycareStaff— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 24, 2017 Trump var þó ekki hættur og sendi frá sér þrjú tíst til viðbótar á einum klukkutíma. Þar kallaði forsetinn Corker „léttvigtar-þingmann“ sem hefði ekki getað náð endurkjöri. Nú ætli hann að berjast gegn skattalækkunum. Við það bætti forsetinn við að Corker væri óhæfur í starfi sínum sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. „Sjáið hvað Bandaríkin hafa staðið sig illa. Hann hefur ekki hugmynd um að allur heimurinn VAR að hlægja að okkur og nota okkur. Fólk eins og litli (liddle) Bob Corker hafa valdið afturförum í Bandaríkjunum. Nú stefnum við fram á við!“Isn't it sad that lightweight Senator Bob Corker, who couldn't get re-elected in the Great State of Tennessee, will now fight Tax Cuts plus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Sen. Corker is the incompetent head of the Foreign Relations Committee, & look how poorly the U.S. has done. He doesn't have a clue as.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...the entire World WAS laughing and taking advantage of us. People like liddle' Bob Corker have set the U.S. way back. Now we move forward!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker fór víða um í morgunsjónvarpi Bandaríkjanna þar sem hann gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega. Hann biðlaði til Trump að hætta að skipta sér af helstu málefnum Bandaríkjanna. Hann ætti að láta „sérfræðingana sjá um þetta í bili“. Donald Trump brást reiður við yfirlýsingum Corker og gagnrýndi hann og uppnefndi á Twitter. Meðal þess sem Corker sagði í dag, samkvæmt frétt Washington Post, var að nokkrir starfsmenn forsetans gerðu sitt besta til að halda aftur af honum, en Trump hefði hins vegar skaðað, meðal annars, og grafið undan utanríkisráðherra sinn með einföldum tístum. Þannig væri hann að gera viðræður við til dæmis Norður-Kóreu erfiðar og mögulega leiða til stríðs. Þá mætti Corker í þáttinn Good Morning America á ABC og sagði forsetanum að stíga til hliðar og láta sérfræðinga sjá um málin.Sen. Bob Corker doubles down on Trump critique; on North Korea "I would like him to leave it to the Professionals for a while" pic.twitter.com/ArgbRTxhnB— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) October 24, 2017 Corker kom einnig að skattaáætlunum repúblikana og sagðist vonast til þess að Hvíta húsið yrði ekki fyrir. Að málið fengi að vera í eðlilegu ferli án afskipta. Trump virtist nú ekki sáttur við þessa gagnrýni og svaraði fyrir sig á Twitter. Þar sagði hann Corker hafa komið að „vonda“ kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Hann gæti ekki verið kosinn hundaveiðari í Tenessee og sé nú að berjast gegn lækkun skatta. Þar að auki sagði Trump að Corker hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til öldungadeildar bandaríkjaþings eftir að Trump neitaði að styðja hann.Bob Corker, who helped President O give us the bad Iran Deal & couldn't get elected dog catcher in Tennessee, is now fighting Tax Cuts....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...Corker dropped out of the race in Tennesse when I refused to endorse him, and now is only negative on anything Trump. Look at his record!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump segir Corker hafa komið að samkomulaginu við Íran. Staðreyndin er sú að Corker var andvígur samkomulaginu og reyndi að koma í veg fyrir Barack Obama gæti fellt niður viðskiptaþvinganir gagnvart Íran. Þá greiddi hann atkvæði gegn samkomulaginu, samkvæmt Politifact.com.Þá sagði Corker fyrr í mánuðinum að það væri ekki rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað.Sjá einnig: Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnarCorker svaraði einnig tístum Trump með eigin tísti. Þar sagði hann Trump flytja sömu lygarnar og sagði forsetann ljúga sífellt. Við það bætti hann „#AlertTheDaycareStaff“. Þar vísaði hann til gamalla ummæla sinna um að Hvíta húsið væri orðið að dagvistun fyrir aldraða.Same untruths from an utterly untruthful president. #AlertTheDaycareStaff— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 24, 2017 Trump var þó ekki hættur og sendi frá sér þrjú tíst til viðbótar á einum klukkutíma. Þar kallaði forsetinn Corker „léttvigtar-þingmann“ sem hefði ekki getað náð endurkjöri. Nú ætli hann að berjast gegn skattalækkunum. Við það bætti forsetinn við að Corker væri óhæfur í starfi sínum sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. „Sjáið hvað Bandaríkin hafa staðið sig illa. Hann hefur ekki hugmynd um að allur heimurinn VAR að hlægja að okkur og nota okkur. Fólk eins og litli (liddle) Bob Corker hafa valdið afturförum í Bandaríkjunum. Nú stefnum við fram á við!“Isn't it sad that lightweight Senator Bob Corker, who couldn't get re-elected in the Great State of Tennessee, will now fight Tax Cuts plus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Sen. Corker is the incompetent head of the Foreign Relations Committee, & look how poorly the U.S. has done. He doesn't have a clue as.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...the entire World WAS laughing and taking advantage of us. People like liddle' Bob Corker have set the U.S. way back. Now we move forward!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira