Mikil spenna og aukin öryggisgæsla er nú í Kenýa þar sem verið er að endurtaka forsetakosningar sem þar fóru fram á dögunum. Niðurstöður fyrstu atkvæðagreiðslunnar voru véfengdar og var ákveðið að kjósa að nýju.
Uhuru Kenyatta, sitjandi forseti sem sækist eftir endurkjöri hvetur fólk til að mæta á kjörstað en Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem bauð sig fram í fyrri umferðinni, hefur dregið framboð sitt til baka og hvetur fólk til að halda sig heima.
Kenyatta var úrskurðaður sigurvegari fyrri atkvæðagreiðslunnar en komið hefur í ljós að ýmislegt var athugavert við framkvæmdina og því var ákveðið að kjósa að nýju.
Ef marka má útgönguspár virðist kjörsóknin vera umtalsvert minni núna en í síðustu kosningum. Stjórnarandstæðingar reyndu hvað þeir gátu í morgun til að meina fólki aðgang að kjörstöðum í fátækrahverfum höfuðborgarinnar, Naíróbí.
Greip lögreglan þá til táragass sem hún varpaði inn í hópinn. Varð það til þess að dreifa mannfjöldanum. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir hafa kallað fjölmarga starfsmenn sína til baka því þær telja sig ekki geta tryggt öryggi þeirra.
Stórauka öryggisgæslu vegna forsetakosninganna
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent




Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent


Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent


