Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2017 21:31 Frá Hofi í Öræfum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús til að mæta húsnæðisskorti. Fjallað var um Öræfin í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, það er búið að deiliskipuleggja þar átján íbúða hverfi við skólann. Vonandi fer bara að hefjast þar uppbygging á húsum,” segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.” Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun. „Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur. Magnhildur Björk Gísladóttir, skólastjóri leik- og grunnskólans að Hofgarði í Öræfum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn Björn Ingi sér bjarta tíma framundan í Öræfum. Þó að menn tali um að það hægist eitthvað á fjölgun ferðamanna á milli ára sé þetta það mikið að sveitarfélagið verði að eflast til að vera betur í stakk búið til að þjónusta og sinna þeim. Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum. „Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.Séð heim að Hofgarði. Lóðir undir átján íbúðir hafa verið skipulagðar fyrir ofan skólann.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um Öræfasveit í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hornafjörður Um land allt Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús til að mæta húsnæðisskorti. Fjallað var um Öræfin í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, það er búið að deiliskipuleggja þar átján íbúða hverfi við skólann. Vonandi fer bara að hefjast þar uppbygging á húsum,” segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.” Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun. „Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur. Magnhildur Björk Gísladóttir, skólastjóri leik- og grunnskólans að Hofgarði í Öræfum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn Björn Ingi sér bjarta tíma framundan í Öræfum. Þó að menn tali um að það hægist eitthvað á fjölgun ferðamanna á milli ára sé þetta það mikið að sveitarfélagið verði að eflast til að vera betur í stakk búið til að þjónusta og sinna þeim. Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum. „Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.Séð heim að Hofgarði. Lóðir undir átján íbúðir hafa verið skipulagðar fyrir ofan skólann.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um Öræfasveit í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Hornafjörður Um land allt Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira