Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 20:11 Donald Trump ásamt varaforsetanum Mike Pence (t.v.) og forstjóra Umhverfisstofnunarinnar Scott Pruitt (t.h.) áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Vísir/EPA Bandarísk stjórnvöld hætta að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilskipun sem Donald Trump forseti skrifaði undir í dag. Við undirritunina sagðist Trump vera að binda enda á „stríð gegn kolum“ og reglugerðir sem drepi störf. Með forsetatilskipun sinni um „orkusjálfstæði“ hyggst Trump afnema loftslagsaðgerðir forvera síns í embætti, Baracks Obama. Hryggjarstykki þeirra er Áætlunin um hreina orku (e. Clean Power Plan) sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá orkuverum og draga úr brennslu á kolum. Umhverfisstofnuninni verður nú falið að draga áætlunina til baka og endurskrifa hana. Tilskipunin afnemur einnig tímabundið bann sem Obama lagði við nýrri kolavinnslu á alríkislandi úr gildi og gefur kola- og olíufyrirtækjum meira svigrúm til að losa metan út í andrúmsloftið.Ólíklegt til að endurvekja störf í kolaiðnaðiTrump segir að tilskipunin muni endurvekja þúsundir kolanámustarfa sem hafa glatast undanfarin ár og áratugi, ekki síst í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kjósendur fleyttu honum í embætti forseta. Sérfræðingar telja það hins vegar ólíklegt þar sem að kolavinnsla hafi fyrst og fremst átt undir högg að sækja vegna markaðsafla, ekki vegna of strangra reglna um koltvísýringslosun. Kol séu einfaldlega orðin minna samkeppnishæf við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Vélvæðing hefur einnig fækkað störfum við kolavinnslu samkvæmt frétt New York Times. Þá er bent á að Bandaríkin flytji ekki inn kol. Orkuver í Bandaríkjunum séu fyrst og fremst knúin með innlendum kolum og gasi. Því hafi tilskipunin ekkert að gera með orkusjálfstæði landsins. Þrátt fyrir tilskupina er talið að það muni taka fleiri mánuði og jafnvel ár fyrir Trump að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama samkvæmt frétt BBC. Áætlun hans um hreina orku er þannig fyrir dómstólum og þarf Hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja að Umhverfisstofnunin breyti henni á meðan. Jafnvel þegar sú heimild liggur fyrir tekur við vinna hjá Umhverfisstofnuninni að skrifa og réttlæta nýjar reglur til að koma í staðinn. Búist er við því að umhverfisverndarsinnar muni draga það ferli á langinn við hvert tækifæri, meðal annars fyrir dómstólum. Þó að tilskipunin fjalli ekki um aðild Bandaríkjanna að Parísarsamkomulaginu og talið ólíklegt að þau muni standast markmiðin sem þau settu sér undir stjórn Obama um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hætta að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilskipun sem Donald Trump forseti skrifaði undir í dag. Við undirritunina sagðist Trump vera að binda enda á „stríð gegn kolum“ og reglugerðir sem drepi störf. Með forsetatilskipun sinni um „orkusjálfstæði“ hyggst Trump afnema loftslagsaðgerðir forvera síns í embætti, Baracks Obama. Hryggjarstykki þeirra er Áætlunin um hreina orku (e. Clean Power Plan) sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá orkuverum og draga úr brennslu á kolum. Umhverfisstofnuninni verður nú falið að draga áætlunina til baka og endurskrifa hana. Tilskipunin afnemur einnig tímabundið bann sem Obama lagði við nýrri kolavinnslu á alríkislandi úr gildi og gefur kola- og olíufyrirtækjum meira svigrúm til að losa metan út í andrúmsloftið.Ólíklegt til að endurvekja störf í kolaiðnaðiTrump segir að tilskipunin muni endurvekja þúsundir kolanámustarfa sem hafa glatast undanfarin ár og áratugi, ekki síst í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kjósendur fleyttu honum í embætti forseta. Sérfræðingar telja það hins vegar ólíklegt þar sem að kolavinnsla hafi fyrst og fremst átt undir högg að sækja vegna markaðsafla, ekki vegna of strangra reglna um koltvísýringslosun. Kol séu einfaldlega orðin minna samkeppnishæf við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Vélvæðing hefur einnig fækkað störfum við kolavinnslu samkvæmt frétt New York Times. Þá er bent á að Bandaríkin flytji ekki inn kol. Orkuver í Bandaríkjunum séu fyrst og fremst knúin með innlendum kolum og gasi. Því hafi tilskipunin ekkert að gera með orkusjálfstæði landsins. Þrátt fyrir tilskupina er talið að það muni taka fleiri mánuði og jafnvel ár fyrir Trump að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama samkvæmt frétt BBC. Áætlun hans um hreina orku er þannig fyrir dómstólum og þarf Hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja að Umhverfisstofnunin breyti henni á meðan. Jafnvel þegar sú heimild liggur fyrir tekur við vinna hjá Umhverfisstofnuninni að skrifa og réttlæta nýjar reglur til að koma í staðinn. Búist er við því að umhverfisverndarsinnar muni draga það ferli á langinn við hvert tækifæri, meðal annars fyrir dómstólum. Þó að tilskipunin fjalli ekki um aðild Bandaríkjanna að Parísarsamkomulaginu og talið ólíklegt að þau muni standast markmiðin sem þau settu sér undir stjórn Obama um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01