Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 20:11 Donald Trump ásamt varaforsetanum Mike Pence (t.v.) og forstjóra Umhverfisstofnunarinnar Scott Pruitt (t.h.) áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Vísir/EPA Bandarísk stjórnvöld hætta að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilskipun sem Donald Trump forseti skrifaði undir í dag. Við undirritunina sagðist Trump vera að binda enda á „stríð gegn kolum“ og reglugerðir sem drepi störf. Með forsetatilskipun sinni um „orkusjálfstæði“ hyggst Trump afnema loftslagsaðgerðir forvera síns í embætti, Baracks Obama. Hryggjarstykki þeirra er Áætlunin um hreina orku (e. Clean Power Plan) sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá orkuverum og draga úr brennslu á kolum. Umhverfisstofnuninni verður nú falið að draga áætlunina til baka og endurskrifa hana. Tilskipunin afnemur einnig tímabundið bann sem Obama lagði við nýrri kolavinnslu á alríkislandi úr gildi og gefur kola- og olíufyrirtækjum meira svigrúm til að losa metan út í andrúmsloftið.Ólíklegt til að endurvekja störf í kolaiðnaðiTrump segir að tilskipunin muni endurvekja þúsundir kolanámustarfa sem hafa glatast undanfarin ár og áratugi, ekki síst í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kjósendur fleyttu honum í embætti forseta. Sérfræðingar telja það hins vegar ólíklegt þar sem að kolavinnsla hafi fyrst og fremst átt undir högg að sækja vegna markaðsafla, ekki vegna of strangra reglna um koltvísýringslosun. Kol séu einfaldlega orðin minna samkeppnishæf við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Vélvæðing hefur einnig fækkað störfum við kolavinnslu samkvæmt frétt New York Times. Þá er bent á að Bandaríkin flytji ekki inn kol. Orkuver í Bandaríkjunum séu fyrst og fremst knúin með innlendum kolum og gasi. Því hafi tilskipunin ekkert að gera með orkusjálfstæði landsins. Þrátt fyrir tilskupina er talið að það muni taka fleiri mánuði og jafnvel ár fyrir Trump að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama samkvæmt frétt BBC. Áætlun hans um hreina orku er þannig fyrir dómstólum og þarf Hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja að Umhverfisstofnunin breyti henni á meðan. Jafnvel þegar sú heimild liggur fyrir tekur við vinna hjá Umhverfisstofnuninni að skrifa og réttlæta nýjar reglur til að koma í staðinn. Búist er við því að umhverfisverndarsinnar muni draga það ferli á langinn við hvert tækifæri, meðal annars fyrir dómstólum. Þó að tilskipunin fjalli ekki um aðild Bandaríkjanna að Parísarsamkomulaginu og talið ólíklegt að þau muni standast markmiðin sem þau settu sér undir stjórn Obama um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hætta að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilskipun sem Donald Trump forseti skrifaði undir í dag. Við undirritunina sagðist Trump vera að binda enda á „stríð gegn kolum“ og reglugerðir sem drepi störf. Með forsetatilskipun sinni um „orkusjálfstæði“ hyggst Trump afnema loftslagsaðgerðir forvera síns í embætti, Baracks Obama. Hryggjarstykki þeirra er Áætlunin um hreina orku (e. Clean Power Plan) sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá orkuverum og draga úr brennslu á kolum. Umhverfisstofnuninni verður nú falið að draga áætlunina til baka og endurskrifa hana. Tilskipunin afnemur einnig tímabundið bann sem Obama lagði við nýrri kolavinnslu á alríkislandi úr gildi og gefur kola- og olíufyrirtækjum meira svigrúm til að losa metan út í andrúmsloftið.Ólíklegt til að endurvekja störf í kolaiðnaðiTrump segir að tilskipunin muni endurvekja þúsundir kolanámustarfa sem hafa glatast undanfarin ár og áratugi, ekki síst í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kjósendur fleyttu honum í embætti forseta. Sérfræðingar telja það hins vegar ólíklegt þar sem að kolavinnsla hafi fyrst og fremst átt undir högg að sækja vegna markaðsafla, ekki vegna of strangra reglna um koltvísýringslosun. Kol séu einfaldlega orðin minna samkeppnishæf við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Vélvæðing hefur einnig fækkað störfum við kolavinnslu samkvæmt frétt New York Times. Þá er bent á að Bandaríkin flytji ekki inn kol. Orkuver í Bandaríkjunum séu fyrst og fremst knúin með innlendum kolum og gasi. Því hafi tilskipunin ekkert að gera með orkusjálfstæði landsins. Þrátt fyrir tilskupina er talið að það muni taka fleiri mánuði og jafnvel ár fyrir Trump að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama samkvæmt frétt BBC. Áætlun hans um hreina orku er þannig fyrir dómstólum og þarf Hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja að Umhverfisstofnunin breyti henni á meðan. Jafnvel þegar sú heimild liggur fyrir tekur við vinna hjá Umhverfisstofnuninni að skrifa og réttlæta nýjar reglur til að koma í staðinn. Búist er við því að umhverfisverndarsinnar muni draga það ferli á langinn við hvert tækifæri, meðal annars fyrir dómstólum. Þó að tilskipunin fjalli ekki um aðild Bandaríkjanna að Parísarsamkomulaginu og talið ólíklegt að þau muni standast markmiðin sem þau settu sér undir stjórn Obama um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01