Dyraverðir segja fólk meðvitaðra um hætturnar: Stelpur halda hópinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. janúar 2017 20:00 Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í nóttBirgir Rúnar Halldórsson, dyravörður á b5, segist taka eftir því að fólk sé meðvitaðra um hættur nú en áður. Aðrir dyraverðir taka í sama streng. Þeir eru allir sammála um að það komi of oft fyrir að konum sé byrlað ólyfjan. Einnig voru þeir sammála um að bæta mætti samvinnu milli dyravarða og lögreglu og að lögregla ætti að vera sýnilegri í miðbæ Reykjavíkur. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við nokkra dyraverði og fólkið á næturlífinu.Líður eins og þær séu ekki jafn öryggar og áðurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun funda með lögreglunni á morgun um öryggismál í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að það þurfti að efla öryggistilfinningu fólks. Bæta eigi lýsingu og öryggsmyndavélar í miðbænum. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur áhrif á okkur öll og þar með talið öryggistilfinninguna. Við þurfum bæði að tryggja öryggi og auka öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Dagur segir að það séu fjögur atriði sem þurfi að bæta í tengslum við öryggismál í miðbænum. „Í fyrsta lagi er það lýsingin og hvernig við tryggjum að það séu ekki óþarfa skuggasund þar sem fólk er á ferli. Í öðru lagi eru það eftirlitsmyndavélarnar. Við viljum fara yfir það með lögreglu hvort þær séu af réttri gerð, nógu margar og nægilega uppfærðar. Síðan viljum við vinna með skemmtistöðunum í borginni til að tryggja að þeir séu öryggir. Í fjórða lagi er það sýnileg löggæsla. Allar athuganir hafa sýnt að hún skiptir miklu máli. Bæði fyrir öryggi en líka fyrir öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Farið verður af fullum þunga í málið á næstunni. Hann á fund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd. Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í nóttBirgir Rúnar Halldórsson, dyravörður á b5, segist taka eftir því að fólk sé meðvitaðra um hættur nú en áður. Aðrir dyraverðir taka í sama streng. Þeir eru allir sammála um að það komi of oft fyrir að konum sé byrlað ólyfjan. Einnig voru þeir sammála um að bæta mætti samvinnu milli dyravarða og lögreglu og að lögregla ætti að vera sýnilegri í miðbæ Reykjavíkur. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við nokkra dyraverði og fólkið á næturlífinu.Líður eins og þær séu ekki jafn öryggar og áðurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun funda með lögreglunni á morgun um öryggismál í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að það þurfti að efla öryggistilfinningu fólks. Bæta eigi lýsingu og öryggsmyndavélar í miðbænum. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur áhrif á okkur öll og þar með talið öryggistilfinninguna. Við þurfum bæði að tryggja öryggi og auka öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Dagur segir að það séu fjögur atriði sem þurfi að bæta í tengslum við öryggismál í miðbænum. „Í fyrsta lagi er það lýsingin og hvernig við tryggjum að það séu ekki óþarfa skuggasund þar sem fólk er á ferli. Í öðru lagi eru það eftirlitsmyndavélarnar. Við viljum fara yfir það með lögreglu hvort þær séu af réttri gerð, nógu margar og nægilega uppfærðar. Síðan viljum við vinna með skemmtistöðunum í borginni til að tryggja að þeir séu öryggir. Í fjórða lagi er það sýnileg löggæsla. Allar athuganir hafa sýnt að hún skiptir miklu máli. Bæði fyrir öryggi en líka fyrir öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Farið verður af fullum þunga í málið á næstunni. Hann á fund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd.
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira