Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2017 21:05 Freyr Alexandersson þakkar fyrir leikinn. vísir/getty „Fyrst og síðast vonbrigði. Þetta kláraðist ekki í kvöld. Þetta var erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir 0-3 tap Íslands fyrir Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2017. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit en þangað var stefnan sett fyrir mót. „Þegar við fengum á okkur þetta fyrsta mark var ég hræddur um að þetta myndi gerast; að við myndum fá á okkur annað mark fljótlega aftur því við vorum ekki vel stemmdar í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur og allt í kringum hann,“ sagði Freyr. „Við ætluðum okkur að fara áfram og sjáum ekkert eftir því. Leikurinn í dag var undarlegur og erfiður,“ bætti þjálfarinn við. En var þetta ekki slakasti leikur Ísland á mótinu? „Jú, örugglega. Ég átta mig ekki á því. Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náum ekki að vinna okkur út úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur. Þær refsuðu og voru miklu betri,“ sagði Freyr. Frammistaða Íslands á EM olli vonbrigðum og niðurstaðan var í samræmi í það. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og enduðu í neðsta sæti riðilsins. „Niðurstaðan er margþætt. Í fyrsta lagi vorum við nálægt því að fá eitthvað út úr fyrstu tveimur leikjunum og sýndum að við getum alveg verið nálægt þessum betri þjóðum,“ sagði Freyr. „Við þurfum samt að hafa ofboðslega mikið fyrir öllum hlutum og það er stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini. Það er rosalega mikil vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að fá eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi. Við þurfum að leggjast yfir það hvað er best fyrir okkur til að halda dampi.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
„Fyrst og síðast vonbrigði. Þetta kláraðist ekki í kvöld. Þetta var erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir 0-3 tap Íslands fyrir Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2017. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit en þangað var stefnan sett fyrir mót. „Þegar við fengum á okkur þetta fyrsta mark var ég hræddur um að þetta myndi gerast; að við myndum fá á okkur annað mark fljótlega aftur því við vorum ekki vel stemmdar í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur og allt í kringum hann,“ sagði Freyr. „Við ætluðum okkur að fara áfram og sjáum ekkert eftir því. Leikurinn í dag var undarlegur og erfiður,“ bætti þjálfarinn við. En var þetta ekki slakasti leikur Ísland á mótinu? „Jú, örugglega. Ég átta mig ekki á því. Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náum ekki að vinna okkur út úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur. Þær refsuðu og voru miklu betri,“ sagði Freyr. Frammistaða Íslands á EM olli vonbrigðum og niðurstaðan var í samræmi í það. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og enduðu í neðsta sæti riðilsins. „Niðurstaðan er margþætt. Í fyrsta lagi vorum við nálægt því að fá eitthvað út úr fyrstu tveimur leikjunum og sýndum að við getum alveg verið nálægt þessum betri þjóðum,“ sagði Freyr. „Við þurfum samt að hafa ofboðslega mikið fyrir öllum hlutum og það er stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini. Það er rosalega mikil vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að fá eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi. Við þurfum að leggjast yfir það hvað er best fyrir okkur til að halda dampi.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16
Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30