Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall.
Leitað er að appelsínugulri blússu, svarthvítum blómakjól og hvítum skóm, segir lögreglumaðurinn Jens Møller.
Leit að líkamsleifum Wall stendur enn yfir en búkur hennar fannst á mánudag í sjónum suður af Amager. Greindi lögregla frá því að einhver hafi sagað höfuð og útlimi af búknum.
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð í Køgeflóa.
Sagði hann Wall hafa látið lífið eftir slys um borð í heimasmíðuðum kafbát hans, Nautilus.
Leita að fötum Kim Wall

Tengdar fréttir

Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi
Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd.

Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni
Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi.

Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál
Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál.