Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2017 06:00 Katalónskir bændur lögðu dráttarvélum sínum við Sigurbogann í Barcelona í gær til að krefjast sjálfstæðis. vísir/afp Katalónar frestuðu því í gær að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Fresturinn er hugsaður til að ná samningum við spænsk stjórnvöld. „Við munum lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni en við erum að gefa þeim smá tíma,“ sagði Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í ávarpi sínu til katalónska þingsins í gær. Hann biðlaði til spænskra stjórnvalda að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu héraðsins.Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.vísir/afpTogstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði en kjörsóknin var um fjörutíu prósent. Katalónska lögreglan, Mossos d’Esquadra, stóð vörð fyrir utan þinghúsið í gær og nánasta umhverfi hússins var lokað fyrir almenningi. Samkvæmt yfirvöldum var það gert í öryggisskyni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, heldur ræðu á spænska þinginu í dag og hafði ekki tjáð sig um ræðu Puigdemont þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hann hefur áður sagt að það komi ekki til greina að Katalónía fái að kljúfa sig frá Spáni. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hefur ríkisstjórnin rétt til þess að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindunum. Áður en forsetinn hélt ræðu sína biðlaði borgarstjóri Barcelona til hans og Rajoy um að reyna að draga úr spennunni. Ríkisstjórn Spánar hvatti Puigdemont jafnframt til þess að gera ekkert sem hann gæti ekki dregið til baka og að lýsa ekki yfir sjálfstæði einhliða. Evrópusambandsliðar hvöttu jafnframt til þess að sjálfstæðisyfirlýsing yrði ekki gefin út. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði slíka yfirlýsingu slæma fyrir Katalóna, fyrir Spánverja og fyrir gjörvalla Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31 Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Katalónar frestuðu því í gær að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Fresturinn er hugsaður til að ná samningum við spænsk stjórnvöld. „Við munum lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni en við erum að gefa þeim smá tíma,“ sagði Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í ávarpi sínu til katalónska þingsins í gær. Hann biðlaði til spænskra stjórnvalda að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu héraðsins.Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.vísir/afpTogstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði en kjörsóknin var um fjörutíu prósent. Katalónska lögreglan, Mossos d’Esquadra, stóð vörð fyrir utan þinghúsið í gær og nánasta umhverfi hússins var lokað fyrir almenningi. Samkvæmt yfirvöldum var það gert í öryggisskyni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, heldur ræðu á spænska þinginu í dag og hafði ekki tjáð sig um ræðu Puigdemont þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hann hefur áður sagt að það komi ekki til greina að Katalónía fái að kljúfa sig frá Spáni. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hefur ríkisstjórnin rétt til þess að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindunum. Áður en forsetinn hélt ræðu sína biðlaði borgarstjóri Barcelona til hans og Rajoy um að reyna að draga úr spennunni. Ríkisstjórn Spánar hvatti Puigdemont jafnframt til þess að gera ekkert sem hann gæti ekki dregið til baka og að lýsa ekki yfir sjálfstæði einhliða. Evrópusambandsliðar hvöttu jafnframt til þess að sjálfstæðisyfirlýsing yrði ekki gefin út. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði slíka yfirlýsingu slæma fyrir Katalóna, fyrir Spánverja og fyrir gjörvalla Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31 Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00
Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31
Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16