Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 16:00 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var til viðtals í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól en þátturinn var sýndur 26. desember í fyrra. Í honum ræddi Hörður Magnússon ítarlega við Heimi um fótboltaferil hans og íslenska landsliðið. Heimir varð á mánudagskvöldið fyrsti maðurinn til að stýra íslensku fótboltalandsliði í lokakeppni HM en strákarnir okkar verða á meðal þjóðanna 32 sem keppa á HM í Rússlandi á næsta ári. Lokaspurningin í þættinum frá Herði var einföld: „Komumst við á HM í Rússlandi? Heimir hugsaði sig stuttlega um en gaf svo langt og ítarlegt svar. Það sem hann sagði fyrir jól hefur meira og minna allt staðist. „Já, við komumst á HM. Ég er svo viss um að 2017 verður betra ár fyrir íslensku leikmennina heldur en 2016 eftir EM. Það var mjög erfitt fyrir strákana að fara beint eftir Evrópumótið inn í undirbúningstímabil og þaðan inn í tímabilið. Það voru margir sem áttu í erfiðleikum með að komast í sín lið og ef ég á að vera heiðarlegur eru fáir íslenskir leikmenn sem eru búnir að blómstra eftir EM-sumarið. Það er rétt svo Gylfi núna og Emil og Jón Daði í byrjun tímabils. Ég er alveg viss um það, að eftir jólafrí og eftir að skandinavarnir eru búnir að taka sitt frí sé ég íslensku leikmennina spila miklu betur heldur en þeir eru búnir að gera hingað til með sínum liðum og landsliðið mun njóta þessa. Ef við höldumst heilir og erum með allan okkar mannskap þá er ég sannfærður um að við förum á HM. Ég veit líka að metnaðurinn er svo mikill hjá þessum strákum. Það er meiri áskorun að komast á HM og ég veit að þeir vilja vera fyrsta íslenska landsliðið sem kemst á lokakeppni heimsmeistaramóts. Það yrði svo ofboðsleg rúsína og gaman fyrir þessa greifa að að spila í Rússlandi 2018 í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Viðtalsbrotið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var til viðtals í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól en þátturinn var sýndur 26. desember í fyrra. Í honum ræddi Hörður Magnússon ítarlega við Heimi um fótboltaferil hans og íslenska landsliðið. Heimir varð á mánudagskvöldið fyrsti maðurinn til að stýra íslensku fótboltalandsliði í lokakeppni HM en strákarnir okkar verða á meðal þjóðanna 32 sem keppa á HM í Rússlandi á næsta ári. Lokaspurningin í þættinum frá Herði var einföld: „Komumst við á HM í Rússlandi? Heimir hugsaði sig stuttlega um en gaf svo langt og ítarlegt svar. Það sem hann sagði fyrir jól hefur meira og minna allt staðist. „Já, við komumst á HM. Ég er svo viss um að 2017 verður betra ár fyrir íslensku leikmennina heldur en 2016 eftir EM. Það var mjög erfitt fyrir strákana að fara beint eftir Evrópumótið inn í undirbúningstímabil og þaðan inn í tímabilið. Það voru margir sem áttu í erfiðleikum með að komast í sín lið og ef ég á að vera heiðarlegur eru fáir íslenskir leikmenn sem eru búnir að blómstra eftir EM-sumarið. Það er rétt svo Gylfi núna og Emil og Jón Daði í byrjun tímabils. Ég er alveg viss um það, að eftir jólafrí og eftir að skandinavarnir eru búnir að taka sitt frí sé ég íslensku leikmennina spila miklu betur heldur en þeir eru búnir að gera hingað til með sínum liðum og landsliðið mun njóta þessa. Ef við höldumst heilir og erum með allan okkar mannskap þá er ég sannfærður um að við förum á HM. Ég veit líka að metnaðurinn er svo mikill hjá þessum strákum. Það er meiri áskorun að komast á HM og ég veit að þeir vilja vera fyrsta íslenska landsliðið sem kemst á lokakeppni heimsmeistaramóts. Það yrði svo ofboðsleg rúsína og gaman fyrir þessa greifa að að spila í Rússlandi 2018 í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Viðtalsbrotið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Sjá meira
Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00
Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30
Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30
Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00
Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30