Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2017 23:19 Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. Nordicphotos/Getty Leikkonan og fyrirsætan Cara Delevingne sagði í dag frá hræðilegri reynslu sinni af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Cara birti yfirlýsingu í nokkrum hlutum í Instastory á Instagram í dag fyrir fylgjendur sína. Þar segir hún frá því að Weinstein hafi meðal annars brotið gegn henni á fundi um kvikmyndahlutverk. Cara sendi yfirlýsingu sína líka í heild sinni á Yashar Ali blaðamann hjá New York Magazine og Huffington Post sem hann deildi svo á Twitter. Delevingne lýsir nokkrum atvikum þar sem hegðun Weinstein gagnvart henni er virkilega óviðeigandi. Þegar hún var nýbyrjuð að reyna fyrir sér sem leikkona hringdi Weinstein í hana einungis til þess að spyrja hvort hún hefði nokkurn tíman sofið hjá konunum sem hún hafði sést með á myndum í fjölmiðlum. Leikkonan sem er tvíkynhneigð, svaraði ekki spurningunum en áður en hún náði að enda samtalið sagið hann: „Ef þú ert samkynhneigð eða ákveður að vera með konu, sérstaklega á almannafæri, færðu aldrei hlutverk sem gagnkynhneigð kona eða nærð velgengni sem leikkona í Hollywood.“ Valdlaus og hrædd Seinna hittust þau á fundi á hóteli ásamt leikstjóra vegna kvikmyndar og bað Weinstein hana um að vera lengur og ræða við hann. Um leið og þau voru ein byrjaði hann að tala mjög kynferðislega og montaði sig af leikkonunum sem hann hefði sofið hjá og hvaða áhrif hann hafi haft á þeirra feril. Í kjölfarið fór Weinstein með Delevingne upp á hótelherbergi sitt. „Mér fannst ég valdlaus og hrædd en vildi ekki að það myndi sjást því ég vonaði að ég hefði rangt fyrir mér um aðstæðurnar.“ Önnur kona var inni á hótelherberginu og bað Weinstein þær um að kyssast. Delevingne kom sér undan því en þegar hún reyndi að fara stóð Weinstein fyrir hurðina og reyndi að kyssa hana á varirnar. Delevingne stoppaði hann og komst úr úr herberginu. Hún fékk hlutverkið í kvikmyndinni og velti sér alltaf fyrir því hvort þetta hafi verið ástæðan. „Síðan þá hefur mér liðið hræðilega yfir því að hafa leikið í myndinni. Mér leið svo illa og fannst eins og ég hefði ekki átt hlutverkið skilið. Ég hikaði við að segja frá, ég vildi ekki særa fjölskyldu hans. Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað rangt.“ Leikkonan deildi nokkrum myndum á Instagram með texta um hræðilega hegðun Weinstein.Skjáskot Þeir sem verja hann eru hluti af vandamálinu Delevingne segir að sér líði mun betur eftir að hafa opnað sig um kynferðislegu áreitnina og stolt af því að vera í hópi þeirra hugrökku kvenna sem þora að tjá sig. Weinstein var vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company eftir ásakanir fjölda kvenna. „Ég vil að konur og stúlkur viti að það að vera áreittar, beittar ofbeldi eða nauðgað er ALDREI þeim að kenna og að tala ekki um það getur valdið meiri skaða en það að segja sannleikann.“ Hún segir að allir þeir sem verji hegðun manna eins og Weinstein séu hluti af vandamálinu og að þessir menn haldi áfram að misnota vald sitt og komist upp með það. „Þetta verður að hætta.“ Lögregla kölluð út vegna Weinstein Samkvæmt frétt á vef TMZ hringdi 22 ára dóttir Weinstein á lögreglu þegar feðginin rifust snemma í morgun á heimili hennar. Á hún að hafa sagt að hugsanlega væri hann með sjálfsvígshugsanir. Rifrildið endaði úti á götu en þegar lögregla kom á staðinn var Weinstein farinn. Remy talaði við lögreglu og sagði föður sinn ekki hafa hótað sjálfsvígi, þetta hafi eingöngu verið fjölskyldurifrildi. MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Leikkonan og fyrirsætan Cara Delevingne sagði í dag frá hræðilegri reynslu sinni af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Cara birti yfirlýsingu í nokkrum hlutum í Instastory á Instagram í dag fyrir fylgjendur sína. Þar segir hún frá því að Weinstein hafi meðal annars brotið gegn henni á fundi um kvikmyndahlutverk. Cara sendi yfirlýsingu sína líka í heild sinni á Yashar Ali blaðamann hjá New York Magazine og Huffington Post sem hann deildi svo á Twitter. Delevingne lýsir nokkrum atvikum þar sem hegðun Weinstein gagnvart henni er virkilega óviðeigandi. Þegar hún var nýbyrjuð að reyna fyrir sér sem leikkona hringdi Weinstein í hana einungis til þess að spyrja hvort hún hefði nokkurn tíman sofið hjá konunum sem hún hafði sést með á myndum í fjölmiðlum. Leikkonan sem er tvíkynhneigð, svaraði ekki spurningunum en áður en hún náði að enda samtalið sagið hann: „Ef þú ert samkynhneigð eða ákveður að vera með konu, sérstaklega á almannafæri, færðu aldrei hlutverk sem gagnkynhneigð kona eða nærð velgengni sem leikkona í Hollywood.“ Valdlaus og hrædd Seinna hittust þau á fundi á hóteli ásamt leikstjóra vegna kvikmyndar og bað Weinstein hana um að vera lengur og ræða við hann. Um leið og þau voru ein byrjaði hann að tala mjög kynferðislega og montaði sig af leikkonunum sem hann hefði sofið hjá og hvaða áhrif hann hafi haft á þeirra feril. Í kjölfarið fór Weinstein með Delevingne upp á hótelherbergi sitt. „Mér fannst ég valdlaus og hrædd en vildi ekki að það myndi sjást því ég vonaði að ég hefði rangt fyrir mér um aðstæðurnar.“ Önnur kona var inni á hótelherberginu og bað Weinstein þær um að kyssast. Delevingne kom sér undan því en þegar hún reyndi að fara stóð Weinstein fyrir hurðina og reyndi að kyssa hana á varirnar. Delevingne stoppaði hann og komst úr úr herberginu. Hún fékk hlutverkið í kvikmyndinni og velti sér alltaf fyrir því hvort þetta hafi verið ástæðan. „Síðan þá hefur mér liðið hræðilega yfir því að hafa leikið í myndinni. Mér leið svo illa og fannst eins og ég hefði ekki átt hlutverkið skilið. Ég hikaði við að segja frá, ég vildi ekki særa fjölskyldu hans. Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað rangt.“ Leikkonan deildi nokkrum myndum á Instagram með texta um hræðilega hegðun Weinstein.Skjáskot Þeir sem verja hann eru hluti af vandamálinu Delevingne segir að sér líði mun betur eftir að hafa opnað sig um kynferðislegu áreitnina og stolt af því að vera í hópi þeirra hugrökku kvenna sem þora að tjá sig. Weinstein var vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company eftir ásakanir fjölda kvenna. „Ég vil að konur og stúlkur viti að það að vera áreittar, beittar ofbeldi eða nauðgað er ALDREI þeim að kenna og að tala ekki um það getur valdið meiri skaða en það að segja sannleikann.“ Hún segir að allir þeir sem verji hegðun manna eins og Weinstein séu hluti af vandamálinu og að þessir menn haldi áfram að misnota vald sitt og komist upp með það. „Þetta verður að hætta.“ Lögregla kölluð út vegna Weinstein Samkvæmt frétt á vef TMZ hringdi 22 ára dóttir Weinstein á lögreglu þegar feðginin rifust snemma í morgun á heimili hennar. Á hún að hafa sagt að hugsanlega væri hann með sjálfsvígshugsanir. Rifrildið endaði úti á götu en þegar lögregla kom á staðinn var Weinstein farinn. Remy talaði við lögreglu og sagði föður sinn ekki hafa hótað sjálfsvígi, þetta hafi eingöngu verið fjölskyldurifrildi.
MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53