Íslensku fótboltalandsliðin á fámennum lista meðal milljónaþjóða Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Vísir/Samsett Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bætti eigið met á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Strákarnir okkar eru komnir upp í 20. sæti listans og hafa aldrei verið ofar. Þeir komust áður hæst í 21. sæti í nóvember en þeir skutust í 22. sætið eftir frábært gengi á EM í Frakklandi síðasta sumar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru einnig í 20. sæti á FIFA-listanum en ekki hefur verið gefinn út listi hjá konunum síðan í desember. Þær féllu um fjögur sæti á síðasta lista en héldu sér inni á topp 20 þangað sem strákarnir eru nú komnir í fyrsta skipti. Ísland er nú á meðal margra milljónaþjóða sem eru með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Sumar þessara þjóða eru margfaldir heimsmeistarar þannig að þetta er svo sannarlega ekki ónýtur listi sem fótboltafólkið er á.Íslensku stelpurnar fagna sæti á EM 2017.Vísir/AntonÁ meðal þeirra átta fræknuEins og staðan er núna, eftir að karlalistinn var birtur í gær, eru átta þjóðir með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Þetta eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England, Ítalía og Ísland. Brassarnir, Þjóðverjarnir og Frakkarnir eru einu þrjár þjóðirnar með lið á topp tíu á báðum listum. Þetta eru engar smáþjóðir í fótboltaheiminum í gegnum söguna.Karlaliðin hafa samtals unnið 16 heimsmeistaratitla af þeim 20 sem í boði hafa verið og kvennamegin er Þýskaland algjört stórveldi með tíu sigra samtals frá heimsmeistara- og Evrópumótum. Árangur íslenska liðsins er ævintýralegur ef horft er til íbúafjölda landanna. Mestur er munurinn á Brasilíu á toppnum og Íslandi á botninum. Í Brasilíu búa 260 milljónir en aðeins 330 þúsund á Íslandi. Samt er Ísland með lið í karla- og kvennaflokki á topp 20. Meðalíbúafjöldi hinna landanna sjö er 81 milljón og ef við tökum út fjölmennustu og fámennustu þjóðirnar af hinum sjö, Brasilíu og Sviss, er meðalíbúafjöldi hinna fimm 52 milljónir. Þaðan er langur vegur í ríflega 330 þúsundin sem búa hér.Grafík/Birgitta Rún SveinbjörnsdóttirFrábær árangur á síðasta áriÁrið 2016 var besta fótboltaár í sögu Íslands eins og flestir þekkja. Strákarnir okkar heilluðu heiminn og komust í átta liða úrslit EM í Frakklandi á meðan stelpurnar okkar gerðu grín að sínum riðli í undankeppni EM 2017. Þar unnu þær alla leiki nema einn, skoruðu 34 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Karlalandsliðið hélt svo áfram í undankeppni HM 2018 og fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjunum. Karlalandsliðið er sem fyrr langefst af öllum Norðurlandaþjóðunum og svo sannarlega konungur norðursins en næsta þjóð er Svíar sem eru í 44. sæti, heilum 24 sætum á eftir litla Íslandi. Stelpurnar eru ofar á Evrópulistanum en strákarnir. Þær eru í ellefta sæti Evrópuþjóða en strákarnir eru komnir upp í tólfta sætið. Það yrði stórt fyrir karlalandsliðið að halda sér þar því eins og staðan er núna eru strákarnir inni í A-riðli Þjóðardeildarinnar sem fer af stað haustið 2018. Stóra markmið stelpnanna í ár er að bæta eigin árangur á EM 2017 í Hollandi en strákarnir berjast um að komast á HM 2018. Stóra markmiðið í íslenska fótboltanum gæti svo verið að koma þessum tveimur mögnuðu landsliðum á topp tíu á heimslistanum.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bætti eigið met á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Strákarnir okkar eru komnir upp í 20. sæti listans og hafa aldrei verið ofar. Þeir komust áður hæst í 21. sæti í nóvember en þeir skutust í 22. sætið eftir frábært gengi á EM í Frakklandi síðasta sumar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru einnig í 20. sæti á FIFA-listanum en ekki hefur verið gefinn út listi hjá konunum síðan í desember. Þær féllu um fjögur sæti á síðasta lista en héldu sér inni á topp 20 þangað sem strákarnir eru nú komnir í fyrsta skipti. Ísland er nú á meðal margra milljónaþjóða sem eru með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Sumar þessara þjóða eru margfaldir heimsmeistarar þannig að þetta er svo sannarlega ekki ónýtur listi sem fótboltafólkið er á.Íslensku stelpurnar fagna sæti á EM 2017.Vísir/AntonÁ meðal þeirra átta fræknuEins og staðan er núna, eftir að karlalistinn var birtur í gær, eru átta þjóðir með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Þetta eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England, Ítalía og Ísland. Brassarnir, Þjóðverjarnir og Frakkarnir eru einu þrjár þjóðirnar með lið á topp tíu á báðum listum. Þetta eru engar smáþjóðir í fótboltaheiminum í gegnum söguna.Karlaliðin hafa samtals unnið 16 heimsmeistaratitla af þeim 20 sem í boði hafa verið og kvennamegin er Þýskaland algjört stórveldi með tíu sigra samtals frá heimsmeistara- og Evrópumótum. Árangur íslenska liðsins er ævintýralegur ef horft er til íbúafjölda landanna. Mestur er munurinn á Brasilíu á toppnum og Íslandi á botninum. Í Brasilíu búa 260 milljónir en aðeins 330 þúsund á Íslandi. Samt er Ísland með lið í karla- og kvennaflokki á topp 20. Meðalíbúafjöldi hinna landanna sjö er 81 milljón og ef við tökum út fjölmennustu og fámennustu þjóðirnar af hinum sjö, Brasilíu og Sviss, er meðalíbúafjöldi hinna fimm 52 milljónir. Þaðan er langur vegur í ríflega 330 þúsundin sem búa hér.Grafík/Birgitta Rún SveinbjörnsdóttirFrábær árangur á síðasta áriÁrið 2016 var besta fótboltaár í sögu Íslands eins og flestir þekkja. Strákarnir okkar heilluðu heiminn og komust í átta liða úrslit EM í Frakklandi á meðan stelpurnar okkar gerðu grín að sínum riðli í undankeppni EM 2017. Þar unnu þær alla leiki nema einn, skoruðu 34 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Karlalandsliðið hélt svo áfram í undankeppni HM 2018 og fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjunum. Karlalandsliðið er sem fyrr langefst af öllum Norðurlandaþjóðunum og svo sannarlega konungur norðursins en næsta þjóð er Svíar sem eru í 44. sæti, heilum 24 sætum á eftir litla Íslandi. Stelpurnar eru ofar á Evrópulistanum en strákarnir. Þær eru í ellefta sæti Evrópuþjóða en strákarnir eru komnir upp í tólfta sætið. Það yrði stórt fyrir karlalandsliðið að halda sér þar því eins og staðan er núna eru strákarnir inni í A-riðli Þjóðardeildarinnar sem fer af stað haustið 2018. Stóra markmið stelpnanna í ár er að bæta eigin árangur á EM 2017 í Hollandi en strákarnir berjast um að komast á HM 2018. Stóra markmiðið í íslenska fótboltanum gæti svo verið að koma þessum tveimur mögnuðu landsliðum á topp tíu á heimslistanum.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira