Innlent

11.200 í fæði í einn dag

Sveinn Arnarsson skrifar
Opinberir starfsmenn eiga rétt á að fá endurgreidd útgjöld á ferðalögum innanlands.
Opinberir starfsmenn eiga rétt á að fá endurgreidd útgjöld á ferðalögum innanlands. Vísir/anton brink
Ferðakostnaðarnefnd fjármálaráðuneytisins ákvað á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku upphæð dagpeninga til ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Greiddar eru 26.200 krónur vegna gistingar og fæðis ríkisstarfsmanns í einn sólarhring. Fyrir gistingu einvörðungu eru greiddar 15 þúsund krónur á hverja nótt. Ríkisstarfsmenn geta fengið greiddar heilar 11.200 krónur fyrir mat í heilan dag á ferðalögum sínum innanlands. Þá gefst starfsmönnum hins opinbera einnig kostur á að fá endurgreiddan matarkostnað fyrir 5.600 krónur fyrir sex tíma ferðalag.

Ferðakostnaðarnefnd fer þess á leit við ráðuneyti og opinberar stofnanir að greiðslur þessar verði kynntar starfsfólki viðkomandi vinnustaða.

Viðmið ferðakostnaðarnefndar eru hámarksupphæðir vegna greiðslu slíkra reikninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×