Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 14:37 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra vill athuga hvort seinka eigi klukkunni hér á landi. Hann þyrfti þá að stilla Elvis klukkuna sem sést í bakgrunni upp á nýtt. Vísir/Stefán Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að miðað við sólargang og legu landsins er klukkan á Íslandi of fljót. Nokkuð hefur verið fjallað um að þessi munur skekki þær upplýsingar sem lífsklukkan nýtir til að samhæfa starfsemi líkamans eftir vöku- og svefntíma. Þetta valdi því sem kallað er klukkuþreyta sem hefur neikvæð áhrif á svefnvenjur. En slæmar svefnvenjur auka líkur á ýmsum heilbrigðisvandamálum, til dæmis offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Þingsályktunartillaga um seinkun klukkunnar hér á landi um eina klukkustund var lögð fram á Alþingi árið 2015 en hlaut ekki efnislega umfjöllun. Starfshópurinn á að skila ráðherra minnisblaði með niðurstöðum sínum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Formaður starfshópsins er Ásthildur Knútsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Aðrir í hópnum eru Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands, Erla Björnsdóttir sálfræðingur, stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri svefns og Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að miðað við sólargang og legu landsins er klukkan á Íslandi of fljót. Nokkuð hefur verið fjallað um að þessi munur skekki þær upplýsingar sem lífsklukkan nýtir til að samhæfa starfsemi líkamans eftir vöku- og svefntíma. Þetta valdi því sem kallað er klukkuþreyta sem hefur neikvæð áhrif á svefnvenjur. En slæmar svefnvenjur auka líkur á ýmsum heilbrigðisvandamálum, til dæmis offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Þingsályktunartillaga um seinkun klukkunnar hér á landi um eina klukkustund var lögð fram á Alþingi árið 2015 en hlaut ekki efnislega umfjöllun. Starfshópurinn á að skila ráðherra minnisblaði með niðurstöðum sínum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Formaður starfshópsins er Ásthildur Knútsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Aðrir í hópnum eru Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands, Erla Björnsdóttir sálfræðingur, stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri svefns og Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira