Ráðist á íslenska stúlku í Búlgaríu Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júní 2017 08:00 Um var að ræða hóp útskriftanema úr Verzlunarskólanum, en hluta hópsins var tilkynnt um atvikið. Visir/Vilhelm Íslenskri stúlku var nauðgað í Búlgaríu í síðustu viku þar sem hún var með hópi útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands. Morgunblaðið greindi frá þessu í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist árásin með þeim hætti að stúlkan var numin brott af leigubíl og síðan brotið gegn henni. Árásarmaðurinn er erlendur. Hópurinn var í útskriftaferð sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Tripical og dvaldist hópurinn í Burgas, sem er við strandsvæðið Sunny Beach. Hluta hópsins, sem telur um 230 manns, var tilkynnt um árásina og eftir því sem fréttastofa kemst næst er stúlkan komin aftur til landsins en ferðaskrifstofan gekkst fyrir því að svo gæti orðið þá þegar.Uppfært klukkan 10:15 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, hafði ekki heyrt um málið þegar Vísir ræddi við hann í gær, sagði hópinn ekki á vegum skólans í þeim skilningi. Um væri að ræða ungt fólk sem væri útskrifað. „Við höfum ekkert um þessa ferð að segja þannig. Enginn starfsmaður skólans er með í ferðinni," sagði Ingi í gær. En lét það jafnframt fylgja sögunni að þau í skólanum reyndu að fylgjast með hópnum og væru í góðum samskiptum við sína fyrrum nemendur. Vísir reyndi ítrekað í allan gærdag að ná tali af þeim yfirlögregluþjónum Grími Grímssyni og Friðriki Smára Björgvinssyni vegna málsins en án árangurs. Vísir ræddi við Styrmi Elí Ingólfsson hjá Tripical í gær og svo aftur í morgun. En Styrmir Elí er jafnframt fyrrverandi formaður nemendafélagsins í Verzlunarskólanum. Hann ítrekaði að stefna fyrirtækisins væri trúnaðar við viðskiptavini og hann gæti ekkert tjáð sig um málsatvik sem sneru að einstökum farþegum. Styrmir Elí sagði þó að engin kæra hafi verið lögð fram vegna neinna mála þar ytra. Ferðin er mjög farin að styttast í annan endann og er von á hópnum til Íslands innan tíðar. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira
Íslenskri stúlku var nauðgað í Búlgaríu í síðustu viku þar sem hún var með hópi útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands. Morgunblaðið greindi frá þessu í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist árásin með þeim hætti að stúlkan var numin brott af leigubíl og síðan brotið gegn henni. Árásarmaðurinn er erlendur. Hópurinn var í útskriftaferð sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Tripical og dvaldist hópurinn í Burgas, sem er við strandsvæðið Sunny Beach. Hluta hópsins, sem telur um 230 manns, var tilkynnt um árásina og eftir því sem fréttastofa kemst næst er stúlkan komin aftur til landsins en ferðaskrifstofan gekkst fyrir því að svo gæti orðið þá þegar.Uppfært klukkan 10:15 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, hafði ekki heyrt um málið þegar Vísir ræddi við hann í gær, sagði hópinn ekki á vegum skólans í þeim skilningi. Um væri að ræða ungt fólk sem væri útskrifað. „Við höfum ekkert um þessa ferð að segja þannig. Enginn starfsmaður skólans er með í ferðinni," sagði Ingi í gær. En lét það jafnframt fylgja sögunni að þau í skólanum reyndu að fylgjast með hópnum og væru í góðum samskiptum við sína fyrrum nemendur. Vísir reyndi ítrekað í allan gærdag að ná tali af þeim yfirlögregluþjónum Grími Grímssyni og Friðriki Smára Björgvinssyni vegna málsins en án árangurs. Vísir ræddi við Styrmi Elí Ingólfsson hjá Tripical í gær og svo aftur í morgun. En Styrmir Elí er jafnframt fyrrverandi formaður nemendafélagsins í Verzlunarskólanum. Hann ítrekaði að stefna fyrirtækisins væri trúnaðar við viðskiptavini og hann gæti ekkert tjáð sig um málsatvik sem sneru að einstökum farþegum. Styrmir Elí sagði þó að engin kæra hafi verið lögð fram vegna neinna mála þar ytra. Ferðin er mjög farin að styttast í annan endann og er von á hópnum til Íslands innan tíðar.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira