Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 10:27 Skipverjinn leiddur út úr Héraðsdómi Reykjaness í liðinni viku en hann situr í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður um morðið á Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að maðurinn sjáist á myndavélunum þrífa bílinn bæði að innan og utan á bryggjunni en í viðtali við The Independent segir Einar meðal annars um atburði þessa örlagaríka morguns: „Annar maðurinn, sem var mjög ölvaður, fer út úr bílnum og um borð í togarann. Birna og hinn maðurinn fara burt og svo erum við með fjögurra tíma gat þar sem við höfum ekki getað rakið ferðir bílsins. Maðurinn kemur síðan aftur án Birnu og við sjáum hann á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni vera að þrífa bílinn. Hann skilar síðan bílnum til bílaleigunnar og fer um borð í bátinn sem fer frá bryggju um kvöldið.“Segir málið einsdæmi á Íslandi Á mánudagskvöld var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Lögreglan hefur hefur hins vegar ekkert viljað staðfesta varðandi það. Í viðtalinu við The Independent segir Einar að hann geti ekki tjáð sig um niðurstöður krufningarinnar en lokaskýrslan liggur ekki fyrir. Einar segir að morðið á Birnu sé einsdæmi á Íslandi. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni gerst hér. Það eru um tvö morð á Íslandi á ári og fólk hefur horfið áður en ekki á þennan hátt þar sem ókunnug manneskja tekur aðra ókunnuga manneskju upp í bíl, keyrir burt, gerir eitthvað, drepur hana svo og hendir henni í sjóinn. Það er eitthvað sem gerist ekki hér,“ segir Einar. Ítrekað hefur verið fjallað um mál Birnu Brjánsdóttur í erlendum fjölmiðlum síðan hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Þannig var ekki aðeins fjallað um málið á vef The Independent í gær heldur einnig á vef bandaríska stórblaðsins The New York Times.Vildi kynnast fólki frá öllum heiminum Þar er rætt við fyrrverandi kærasta Birnu sem heitir Andrew Morgan sem er frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Morgan kynntist Birnu á ferðalagi síðasta sumar og segir í samtali við blaðið að hún hafi átt auðvelt með að kynnast ókunnugum. „Hún sagði að hún vildi kynnast einhverjum frá hverju einasta landi í heiminum og fara síðan og heimsækja þá alla.“ Eftir að Morgan fór aftur til Utah heimsótti Birna hann en þau ákváðu síðan að það væri of erfitt að vera í fjarsambandi. Hann segir að á meðan þau hafi verið á Íslandi hafi þau tvö oft labbað seint um nótt á Laugaveginum og hann hafi stundum skammað hana fyrir að labba eina. „Hún sagði að það væri allt í lagi að labba ein heim en þar sem ég er frá Bandaríkjunum þá fannst mér það ekki,“ segir Morgan. Þá segir hann jafnframt að hann hafi varla getað horft á myndband af Birnu úr eftirlitsmyndavélum miðbæjar Reykjavíkur. „Ég hef bara horft einu sinni á það.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að maðurinn sjáist á myndavélunum þrífa bílinn bæði að innan og utan á bryggjunni en í viðtali við The Independent segir Einar meðal annars um atburði þessa örlagaríka morguns: „Annar maðurinn, sem var mjög ölvaður, fer út úr bílnum og um borð í togarann. Birna og hinn maðurinn fara burt og svo erum við með fjögurra tíma gat þar sem við höfum ekki getað rakið ferðir bílsins. Maðurinn kemur síðan aftur án Birnu og við sjáum hann á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni vera að þrífa bílinn. Hann skilar síðan bílnum til bílaleigunnar og fer um borð í bátinn sem fer frá bryggju um kvöldið.“Segir málið einsdæmi á Íslandi Á mánudagskvöld var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Lögreglan hefur hefur hins vegar ekkert viljað staðfesta varðandi það. Í viðtalinu við The Independent segir Einar að hann geti ekki tjáð sig um niðurstöður krufningarinnar en lokaskýrslan liggur ekki fyrir. Einar segir að morðið á Birnu sé einsdæmi á Íslandi. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni gerst hér. Það eru um tvö morð á Íslandi á ári og fólk hefur horfið áður en ekki á þennan hátt þar sem ókunnug manneskja tekur aðra ókunnuga manneskju upp í bíl, keyrir burt, gerir eitthvað, drepur hana svo og hendir henni í sjóinn. Það er eitthvað sem gerist ekki hér,“ segir Einar. Ítrekað hefur verið fjallað um mál Birnu Brjánsdóttur í erlendum fjölmiðlum síðan hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Þannig var ekki aðeins fjallað um málið á vef The Independent í gær heldur einnig á vef bandaríska stórblaðsins The New York Times.Vildi kynnast fólki frá öllum heiminum Þar er rætt við fyrrverandi kærasta Birnu sem heitir Andrew Morgan sem er frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Morgan kynntist Birnu á ferðalagi síðasta sumar og segir í samtali við blaðið að hún hafi átt auðvelt með að kynnast ókunnugum. „Hún sagði að hún vildi kynnast einhverjum frá hverju einasta landi í heiminum og fara síðan og heimsækja þá alla.“ Eftir að Morgan fór aftur til Utah heimsótti Birna hann en þau ákváðu síðan að það væri of erfitt að vera í fjarsambandi. Hann segir að á meðan þau hafi verið á Íslandi hafi þau tvö oft labbað seint um nótt á Laugaveginum og hann hafi stundum skammað hana fyrir að labba eina. „Hún sagði að það væri allt í lagi að labba ein heim en þar sem ég er frá Bandaríkjunum þá fannst mér það ekki,“ segir Morgan. Þá segir hann jafnframt að hann hafi varla getað horft á myndband af Birnu úr eftirlitsmyndavélum miðbæjar Reykjavíkur. „Ég hef bara horft einu sinni á það.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
„Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09