Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2017 20:00 Tillögurnar sem verma efstu fjögur sætin eins og stendur. Vísir Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. Keppnin, sem hefur nú staðið yfir í nokkurn tíma, fer fram á meistaraverk.is en þar gefst fólki kostur á að hanna sinn eigin strætisvagn. Fjölmargar flottar en ótrúlega ólíkar tillögur eru á síðunni -til að mynda brauðvagn, Wintris-vagn og Skálmaldarvagn. Keppnin hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum og keppist fólk við að deila myndum af þeim vagni sem það vill að keyri um götur bæjarins. Síðustu daga hefur keppnin verið afar spennandi enda femínistavaginn KÞBAVD og skátavagninn hnífjafnir. Báðir eru komnir með yfir fimm þúsund atkvæði en úrslitin verða ljós um miðnætti í kvöld. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Jakob Guðnason, skáti, er sá sem skráði skátavagninn Change til leiks. „Okkar vagn kemur út af þessu skátamóti sem við erum að halda í enda mánaðar og þema þess er change eða breytingar og við erum að byggja á því að breytingar af hinu góða séu góðar eða skemmtilegar. Þannig að við erum eiginlega á sama meiði og feimínistavagninn. Við viljum breytingar,“ segir Jakob og bætir við að ef hann mætti ráða ráða myndu báðir vagnarnir keyra um götur bæjarins. Keppnin sé þó æsispennandi. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. Keppnin, sem hefur nú staðið yfir í nokkurn tíma, fer fram á meistaraverk.is en þar gefst fólki kostur á að hanna sinn eigin strætisvagn. Fjölmargar flottar en ótrúlega ólíkar tillögur eru á síðunni -til að mynda brauðvagn, Wintris-vagn og Skálmaldarvagn. Keppnin hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum og keppist fólk við að deila myndum af þeim vagni sem það vill að keyri um götur bæjarins. Síðustu daga hefur keppnin verið afar spennandi enda femínistavaginn KÞBAVD og skátavagninn hnífjafnir. Báðir eru komnir með yfir fimm þúsund atkvæði en úrslitin verða ljós um miðnætti í kvöld. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Jakob Guðnason, skáti, er sá sem skráði skátavagninn Change til leiks. „Okkar vagn kemur út af þessu skátamóti sem við erum að halda í enda mánaðar og þema þess er change eða breytingar og við erum að byggja á því að breytingar af hinu góða séu góðar eða skemmtilegar. Þannig að við erum eiginlega á sama meiði og feimínistavagninn. Við viljum breytingar,“ segir Jakob og bætir við að ef hann mætti ráða ráða myndu báðir vagnarnir keyra um götur bæjarins. Keppnin sé þó æsispennandi.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira