Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Atli Ísleifsson skrifar 3. júlí 2017 14:17 Frakklandsforseti ávarpaði þingmenn beggja deilda franska þingsins í dag. Vísir/AFP Emmanuel Macron Frakklandsforseti vill fækka fulltrúum í báðum deildum franska þingsins um þriðjung. Þetta kom fram í ræðu forsetans við Versalahöll í dag þar sem hann ávarpaði þingmenn beggja deilda franska þingsins. Macron sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. Fækkun þingmanna myndi hafa jákvæð áhrif á starfsemi þingsins. „Fram til þessa höfum við verið á rangri braut, við höfum tekið reglur fram fyrir frumkvæði,“ sagði forsetinn. Forsetinn sagði að ef tillögur hans yrðu ekki samþykktar á sjálfu þinginu innan eins árs myndi hann boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Macron hafði betur gegn Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð frönsku forsetakosninganna í byrjun mánaðar. La Republique En Marche Party, flokkur Macron, vann svo mikinn sigur í þingkosningunum í síðasta mánuði og náði þar 308 þingsætum af 577 mögulegum. 348 þingmenn eiga sæti í öldungadeild eða efri deild franska þingsins. Macron greindi einnig frá því að hann ætli sér síðar á árinu að aflétta því neyðarástandi sem komið var á í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar í nóvember 2015. Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti vill fækka fulltrúum í báðum deildum franska þingsins um þriðjung. Þetta kom fram í ræðu forsetans við Versalahöll í dag þar sem hann ávarpaði þingmenn beggja deilda franska þingsins. Macron sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. Fækkun þingmanna myndi hafa jákvæð áhrif á starfsemi þingsins. „Fram til þessa höfum við verið á rangri braut, við höfum tekið reglur fram fyrir frumkvæði,“ sagði forsetinn. Forsetinn sagði að ef tillögur hans yrðu ekki samþykktar á sjálfu þinginu innan eins árs myndi hann boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Macron hafði betur gegn Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð frönsku forsetakosninganna í byrjun mánaðar. La Republique En Marche Party, flokkur Macron, vann svo mikinn sigur í þingkosningunum í síðasta mánuði og náði þar 308 þingsætum af 577 mögulegum. 348 þingmenn eiga sæti í öldungadeild eða efri deild franska þingsins. Macron greindi einnig frá því að hann ætli sér síðar á árinu að aflétta því neyðarástandi sem komið var á í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar í nóvember 2015.
Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32