Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 18:00 Áslaug Ýr segist hvergi af baki dottin í réttindabaráttu sinni. vísir/anton brink Hæstiréttur hafnaði í dag að ógilda synjun Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra um endurgjaldslausa túlkaþjónustu Áslaugar Ýrar Hjartardóttur, 21 árs gamallar daufdumbrar konu. Hún hafði óskað eftir þjónustunni í tengslum við þátttöku hennar í sumarbúðum fyrir daufdumb ungmeni í Svíþjóð. „Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms. Ég er vonsvikin, enda taldi ég mig búa í réttarríki. Nú mun ég setjast niður og íhuga næstu skref, baráttunni er hvergi lokið," skrifaði Áslaug á Facebook skömmu eftir að niðurstöður í málinu lágu fyrir. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Áslaug hafði óskað eftir þjónustunni hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra í lok sumars 2016 en hún hugðist taka þátt í áðurnefndum sumarbúðum í júlí 2017. Fyrir lá að Áslaug þyrfti nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda hygðist hún taka þátt í sumarbúðunum en hún er með arfgengan taugahrörnunarsjúkdóm og glímir við heyrnarleysi og sjónskerðingu vegna sjúkdómsins. Erindi Áslaugar var svarað í desember á síðasta ári og var þar tekið fram að menntamálaráðuneytið veitti aðeins fé til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu innanlands úr félagslegum sjóði. Þar sem Áslaug þurfti á þjónustunni að halda utan landsteinanna var kröfu hennar hafnað og hefði hún því þurft að greiða fyrir þjónustu og ferðakostnað vegna túlks sjálf. Áslaug höfðaði mál til ógildingar ákvörðunarinnar og krafðist einnig miskabóta með vísan til þess að ákvörðunin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu sinni. Í málinu, sem var fyrst tekið fyrir héraðsdómi í sumar, var meðal annars deilt um hvort kostnaðurinn við túlkaþjónustu Áslaugar væri óhóflega mikill og hefði þannig áhrif á aðra sem vildu sækja um styrk úr sjóðnum. Fyrir lá að kostnaðurinn myndi nema 18% af fénu sem ráðstafað var fyrir tiltekið tímabil. Ástæðan fyrir svo háum kostnaði var meðal annars sú að vegna mikillar fötlunar Áslaugar þyrfti hún að minnsta kosti fjóra túlka sér til aðstoðar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms og tók ekki afstöðu til þess hvort meginröksemd synjunar Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, þ.e. að ekki væri hægt að kosta táknmálsþjónustu erlendis, héldi vatni. Hins vegar hafnaði Hæstiréttur að ógilda synjunina á grundvelli þess að veiting þjónustunnar hefði orðið til þess að fjármagn til hennar hefði hvorki enst út tímabilið né virt jafnræði notenda hennar. Þá taldi Hæstiréttur ekki annmarka á málsmeðferð stofnunarinnar, líkt og haldið var fram. Mál Áslaugar hefur vakið talsverða athygli er héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur fyrr í sumar. Áslaug tjáði sig um dóminn á samfélagsmiðlum og gagnrýndi hann harkalega. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifaði Áslaug á Facebook í tilefni synjunar héraðsdóms í sumar. Þess má geta að Áslaug fór í ferðina fyrirhuguðu í sumar þrátt fyrir að hafa ekki fengið túlkaþjónustuna greidda af ríkinu. Mikill samhugur ríkti vegna máls Áslaugar og stóðu meðlimir líkamsræktarstöðvarinnar Crossfit XY í Garðabæ meðal annars fyrir söfnun til þess að ferð Áslaugar gæti orðið að veruleika. Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr komin heim frá Svíþjóð: „Þarna fann ég að ég er ekki ein“ Áslaug Ýr Hjartardóttir er kominn aftur heim til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í sumarbúðum fyrir daufblinda í eina viku. 25. júlí 2017 17:24 Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag að ógilda synjun Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra um endurgjaldslausa túlkaþjónustu Áslaugar Ýrar Hjartardóttur, 21 árs gamallar daufdumbrar konu. Hún hafði óskað eftir þjónustunni í tengslum við þátttöku hennar í sumarbúðum fyrir daufdumb ungmeni í Svíþjóð. „Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms. Ég er vonsvikin, enda taldi ég mig búa í réttarríki. Nú mun ég setjast niður og íhuga næstu skref, baráttunni er hvergi lokið," skrifaði Áslaug á Facebook skömmu eftir að niðurstöður í málinu lágu fyrir. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Áslaug hafði óskað eftir þjónustunni hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra í lok sumars 2016 en hún hugðist taka þátt í áðurnefndum sumarbúðum í júlí 2017. Fyrir lá að Áslaug þyrfti nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda hygðist hún taka þátt í sumarbúðunum en hún er með arfgengan taugahrörnunarsjúkdóm og glímir við heyrnarleysi og sjónskerðingu vegna sjúkdómsins. Erindi Áslaugar var svarað í desember á síðasta ári og var þar tekið fram að menntamálaráðuneytið veitti aðeins fé til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu innanlands úr félagslegum sjóði. Þar sem Áslaug þurfti á þjónustunni að halda utan landsteinanna var kröfu hennar hafnað og hefði hún því þurft að greiða fyrir þjónustu og ferðakostnað vegna túlks sjálf. Áslaug höfðaði mál til ógildingar ákvörðunarinnar og krafðist einnig miskabóta með vísan til þess að ákvörðunin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu sinni. Í málinu, sem var fyrst tekið fyrir héraðsdómi í sumar, var meðal annars deilt um hvort kostnaðurinn við túlkaþjónustu Áslaugar væri óhóflega mikill og hefði þannig áhrif á aðra sem vildu sækja um styrk úr sjóðnum. Fyrir lá að kostnaðurinn myndi nema 18% af fénu sem ráðstafað var fyrir tiltekið tímabil. Ástæðan fyrir svo háum kostnaði var meðal annars sú að vegna mikillar fötlunar Áslaugar þyrfti hún að minnsta kosti fjóra túlka sér til aðstoðar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms og tók ekki afstöðu til þess hvort meginröksemd synjunar Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, þ.e. að ekki væri hægt að kosta táknmálsþjónustu erlendis, héldi vatni. Hins vegar hafnaði Hæstiréttur að ógilda synjunina á grundvelli þess að veiting þjónustunnar hefði orðið til þess að fjármagn til hennar hefði hvorki enst út tímabilið né virt jafnræði notenda hennar. Þá taldi Hæstiréttur ekki annmarka á málsmeðferð stofnunarinnar, líkt og haldið var fram. Mál Áslaugar hefur vakið talsverða athygli er héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur fyrr í sumar. Áslaug tjáði sig um dóminn á samfélagsmiðlum og gagnrýndi hann harkalega. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifaði Áslaug á Facebook í tilefni synjunar héraðsdóms í sumar. Þess má geta að Áslaug fór í ferðina fyrirhuguðu í sumar þrátt fyrir að hafa ekki fengið túlkaþjónustuna greidda af ríkinu. Mikill samhugur ríkti vegna máls Áslaugar og stóðu meðlimir líkamsræktarstöðvarinnar Crossfit XY í Garðabæ meðal annars fyrir söfnun til þess að ferð Áslaugar gæti orðið að veruleika.
Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr komin heim frá Svíþjóð: „Þarna fann ég að ég er ekki ein“ Áslaug Ýr Hjartardóttir er kominn aftur heim til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í sumarbúðum fyrir daufblinda í eina viku. 25. júlí 2017 17:24 Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23
Áslaug Ýr komin heim frá Svíþjóð: „Þarna fann ég að ég er ekki ein“ Áslaug Ýr Hjartardóttir er kominn aftur heim til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í sumarbúðum fyrir daufblinda í eina viku. 25. júlí 2017 17:24
Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49
Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11