Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:49 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetaði í fótspor systur sinnar og stefndi ríkinu. Hún tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Anton Brink Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03