Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetar í fótspor systur sinnar og fer í mál við íslenska ríkið. Vísir/Anton Brink Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar. Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar.
Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03