Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:49 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetaði í fótspor systur sinnar og stefndi ríkinu. Hún tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Anton Brink Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03