Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2017 10:17 Ragnar hefur ekki miklar áhyggjur af gagnrýninni á Facebook vegna færslu sinnar í gær. Vísir Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur átti sviðið á Facebook í gærkvöldi þegar hann setti spurningamerki við mynd sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur á Facebook-síðu sinni. „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd” á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig,“ sagði Ragnar og birti mynd Áslaugar. Færslu Ragnars má sjá hér að neðan. Hann birti hana eftir að Áslaug Arna hafði setið fyrir svörum í Kastljósþætti þar sem til umræðu var sú krafa á fjórða hundrað kvenna í stjórnmálum á Íslandi að breytinga sé þörf í samfélagi stjórnmálanna hér á landi. Áslaug Arna og Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, lýstu því meðal annars að hluti af því áreiti sem ungar þingkonur verða fyrir, þær eru báðar á þrítugsaldri, sneri að því hvernig þær ættu að hafa sig til, vera málaðar og sætar. Óhætt er að segja að netið hafi snúist á haus í allsherjar fordæmingum á Ragnari sem þarna þótti sýna og sanna með orðum sínum að full ástæða væri til að bregðast við karlrembulegum viðhorfum sem gegnsýra samfélagið. Ragnar steig í raun fram sem tákngervingur Feðraveldisins í óeiginlegri merkingu. Notast margir við myllumerkið #ekkiveraragnar þegar þeir og þær tjá sig um málið.Vandað um við RagnarÞórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er meðal þeirra sem vandar um við Ragnar í athugasemd við færslu hans. Segir að „þetta viðhorf sé nákvæmlega það sem konur í stjórnmálum eru að gagnrýna. Ein ástæða þess að þær þrífast verr í karlægu umhverfi þeirra. Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim.“ Þrettán hundruð manns hafa lækað athugasemd Þórðar Snæs sem er fágætt þegar athugasemdir eru annars vegar og sýnir það ef til vill hversu heitt mönnum er í hamsi.Áslaug Arna sem opinber persóna En, Ragnar var hinn hressasti nú í morgunsárið þegar Vísir heyrði í honum. „Ég er nú bara svona eftirlaunamaður. ekki í neinni opinberri stöðu eða er ekki að sækjast eftir neinu. Áslaug Arna er stjórnmálamaður og opinber persóna. Það er mismunurinn á þessari stöðu okkar,“ segir Ragnar. „Hún er búin að breyta þessari prófílmynd. ég held að hún hafi gert það fyrir flokkinn sinn en ekki fyrir mig.“ Vísir sendi fyrirspurn á Áslaugu Örnu varðandi þessa einkennismynd og hún segist reyndar hafa skipt síðast um prófílmynd í október en síðan hafi ekki verið skipt. Þannig að hér er eitthvað málum blandið, sem skiptir ef til vill ekki öllu máli í þessu sambandi. Áslaug Arna vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið.Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er á meðal þeirra sem gagnrýna Ragnar fyrir færsluna.Mynd segir meira en þúsund orð Ragnar segir mynd segja meira en þúsund orð. „Og stundum er ekki hægt að finna orð heldur fær maður einhverja tilfinningu. Ég er sem flokksbundinn sjálfstæðismaður henni þakklátur að sína þann sveigjanleika og skynsemi að breyta þessari prófílmynd. Hún er í þriðju æðstu stöðu innan Sjálfstæðisflokksins, ritari og reyndar starfandi varaformaður. Ég er henni þakklátur fyrir það að breyta.“ Ragnar er staðfastur í þeirri trú sinni að myndin endurspegli ekki þá kröfu um alvöru og ábyrgð í stjórnmálum sem Áslaug Arna sé ágætis fulltrúi fyrir. „Myndin gaf ekki rétta mynd af henni og það sem hún stendur fyrir. Það er bara þannig.“ Á þriðja hundrað manns hafa deilt færslu Ragnars frá því í gær. Um undantekningu er að ræða ef viðkomandi er að deila henni og taka undir með orðum hans. Raunar hefur færsla Ragnars skapað einhverja mestu hneykslan í manna minnum á netinu.Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri á Kjarnanum, segir viðhorf Ragnars nákvæmlega það sem konur í stjórnmálum gagnrýni.Viðbrögðin koma Ragnari ekki á óvart En, hvernig er það að vera í miðju netstorms af þessu tagi? „Það er bara þannig að ég hef engar áhyggjur af því. ég er hættur þátttöku í atvinnulífinu, er ekki í pólitík þannig að þetta stuðar mig ekki. En, þetta er merki um að það er krafa um pólitíska rétthugsun og sjálfsritskoðun. Allir eiga að spyrja sig áður en þeir tjá sig hvort skoðun þeirra muni falla öðrum í geð. Þessi sjónarmið vega minna eftir því sem fólk eldist.“En komu viðbrögðin þér á óvart? „Nei, eiginlega ekki. þetta er nú bara svona tíðarandinn. Hann er svona. lýðræði og tjáningarfrelsi eiga undir högg að sækja fyrir fyrirtækja- og elíturæði víða um lönd. ekki bara hér heldur víða um lönd,“ segir Ragnar og virðist hinn rólegasti, þrátt fyrir ofsann sem nú ríkir á Facebook vegna umdeildra orða hans. Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur átti sviðið á Facebook í gærkvöldi þegar hann setti spurningamerki við mynd sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur á Facebook-síðu sinni. „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd” á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig,“ sagði Ragnar og birti mynd Áslaugar. Færslu Ragnars má sjá hér að neðan. Hann birti hana eftir að Áslaug Arna hafði setið fyrir svörum í Kastljósþætti þar sem til umræðu var sú krafa á fjórða hundrað kvenna í stjórnmálum á Íslandi að breytinga sé þörf í samfélagi stjórnmálanna hér á landi. Áslaug Arna og Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, lýstu því meðal annars að hluti af því áreiti sem ungar þingkonur verða fyrir, þær eru báðar á þrítugsaldri, sneri að því hvernig þær ættu að hafa sig til, vera málaðar og sætar. Óhætt er að segja að netið hafi snúist á haus í allsherjar fordæmingum á Ragnari sem þarna þótti sýna og sanna með orðum sínum að full ástæða væri til að bregðast við karlrembulegum viðhorfum sem gegnsýra samfélagið. Ragnar steig í raun fram sem tákngervingur Feðraveldisins í óeiginlegri merkingu. Notast margir við myllumerkið #ekkiveraragnar þegar þeir og þær tjá sig um málið.Vandað um við RagnarÞórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er meðal þeirra sem vandar um við Ragnar í athugasemd við færslu hans. Segir að „þetta viðhorf sé nákvæmlega það sem konur í stjórnmálum eru að gagnrýna. Ein ástæða þess að þær þrífast verr í karlægu umhverfi þeirra. Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim.“ Þrettán hundruð manns hafa lækað athugasemd Þórðar Snæs sem er fágætt þegar athugasemdir eru annars vegar og sýnir það ef til vill hversu heitt mönnum er í hamsi.Áslaug Arna sem opinber persóna En, Ragnar var hinn hressasti nú í morgunsárið þegar Vísir heyrði í honum. „Ég er nú bara svona eftirlaunamaður. ekki í neinni opinberri stöðu eða er ekki að sækjast eftir neinu. Áslaug Arna er stjórnmálamaður og opinber persóna. Það er mismunurinn á þessari stöðu okkar,“ segir Ragnar. „Hún er búin að breyta þessari prófílmynd. ég held að hún hafi gert það fyrir flokkinn sinn en ekki fyrir mig.“ Vísir sendi fyrirspurn á Áslaugu Örnu varðandi þessa einkennismynd og hún segist reyndar hafa skipt síðast um prófílmynd í október en síðan hafi ekki verið skipt. Þannig að hér er eitthvað málum blandið, sem skiptir ef til vill ekki öllu máli í þessu sambandi. Áslaug Arna vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið.Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er á meðal þeirra sem gagnrýna Ragnar fyrir færsluna.Mynd segir meira en þúsund orð Ragnar segir mynd segja meira en þúsund orð. „Og stundum er ekki hægt að finna orð heldur fær maður einhverja tilfinningu. Ég er sem flokksbundinn sjálfstæðismaður henni þakklátur að sína þann sveigjanleika og skynsemi að breyta þessari prófílmynd. Hún er í þriðju æðstu stöðu innan Sjálfstæðisflokksins, ritari og reyndar starfandi varaformaður. Ég er henni þakklátur fyrir það að breyta.“ Ragnar er staðfastur í þeirri trú sinni að myndin endurspegli ekki þá kröfu um alvöru og ábyrgð í stjórnmálum sem Áslaug Arna sé ágætis fulltrúi fyrir. „Myndin gaf ekki rétta mynd af henni og það sem hún stendur fyrir. Það er bara þannig.“ Á þriðja hundrað manns hafa deilt færslu Ragnars frá því í gær. Um undantekningu er að ræða ef viðkomandi er að deila henni og taka undir með orðum hans. Raunar hefur færsla Ragnars skapað einhverja mestu hneykslan í manna minnum á netinu.Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri á Kjarnanum, segir viðhorf Ragnars nákvæmlega það sem konur í stjórnmálum gagnrýni.Viðbrögðin koma Ragnari ekki á óvart En, hvernig er það að vera í miðju netstorms af þessu tagi? „Það er bara þannig að ég hef engar áhyggjur af því. ég er hættur þátttöku í atvinnulífinu, er ekki í pólitík þannig að þetta stuðar mig ekki. En, þetta er merki um að það er krafa um pólitíska rétthugsun og sjálfsritskoðun. Allir eiga að spyrja sig áður en þeir tjá sig hvort skoðun þeirra muni falla öðrum í geð. Þessi sjónarmið vega minna eftir því sem fólk eldist.“En komu viðbrögðin þér á óvart? „Nei, eiginlega ekki. þetta er nú bara svona tíðarandinn. Hann er svona. lýðræði og tjáningarfrelsi eiga undir högg að sækja fyrir fyrirtækja- og elíturæði víða um lönd. ekki bara hér heldur víða um lönd,“ segir Ragnar og virðist hinn rólegasti, þrátt fyrir ofsann sem nú ríkir á Facebook vegna umdeildra orða hans.
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent