Blés lífi í manninn sem stökk í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2017 21:05 „Maður sofnar bara glaður því maður veit að maður gerði vel“, segir Viðar Arason, björgunarsveitarmaður á Selfossi sem blés lífi í mann sem stökk í Ölfusá í gærkvöldi. Það tók félaga í Björgunarfélagi Árborgar ekki nema níu mínútur að ná manninum upp úr ánni frá því að fyrsti bátur fór á ánna. Það gekk mikið á við Ölfusárbrú í gærkvöldi þegar ökumaður keyrði fyrst niður ljósastaur áður en hann kom á brúnna en þar keyrði hann á brúarhandrið, hljóp úr bílnum og stökk í ánna. Félagar í Björgunarfélagi Árborgar voru ekki lengi að bregðast við en svo heppilega vildi til að þeir voru að fara að hefja fund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi þegar útkallið kom. „Og okkar fólk setur strax báta á ánna og fyrsti bátur er kominn að manninum og búinn að ná honum um borð 9 mínútum síðar. OG honum er síðan komið í hendurnar á sjúkraflutningamönnum sem sinna honum þangað til þyrla Landhelgisgæslunnar kemur og flytur hann til Reykjavíkur. Þetta er árangur af þrotlausum æfingum og námskeiðum og við leggjum mikið upp úr því við séum með gott viðbragð á Ölfusá. Þetta er okkar heimasvæði og við þurfum að vera með allt í toppstandi hér,“ segir Tryggvi Hjörtur Oddsson. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en samkvæmt upplýsingum þaðan er maðurinn með meðvitund og dvelur á Landspítalnum Það var mikill viðbúnaður hér við Ölfusárbrú en það var Viðar Arason, björgunar- og sjúkraflutningamaður, sem blés lífi í manninn „Hann var ekki með meðvitund en öndunin kom til baka og var til staðar,“ segir Viðar. Hann vill ekki gera mikið úr afreki sínu enda segist hann bara vera hluti af þeirri heild sem kom að björgun mannsins . En hvernig gekk Viðari að sofna í gærkvöldi eftir björgunarafrek dagsins ? „Maður sofnar bara glaður. Maður veit að maður gerði vel og ég er viss um að allir gerðu það sem voru á vettvangi í gær.“ Tengdar fréttir Ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi hefur enn ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá í gær. 7. september 2017 11:45 „Þetta var mögnuð björgun“ Maðurinn sem stökk út í Ölfusá barst með ánni í um 15 til 20 mínútur áður en honum var bjargað. 6. september 2017 22:00 Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Maður sofnar bara glaður því maður veit að maður gerði vel“, segir Viðar Arason, björgunarsveitarmaður á Selfossi sem blés lífi í mann sem stökk í Ölfusá í gærkvöldi. Það tók félaga í Björgunarfélagi Árborgar ekki nema níu mínútur að ná manninum upp úr ánni frá því að fyrsti bátur fór á ánna. Það gekk mikið á við Ölfusárbrú í gærkvöldi þegar ökumaður keyrði fyrst niður ljósastaur áður en hann kom á brúnna en þar keyrði hann á brúarhandrið, hljóp úr bílnum og stökk í ánna. Félagar í Björgunarfélagi Árborgar voru ekki lengi að bregðast við en svo heppilega vildi til að þeir voru að fara að hefja fund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi þegar útkallið kom. „Og okkar fólk setur strax báta á ánna og fyrsti bátur er kominn að manninum og búinn að ná honum um borð 9 mínútum síðar. OG honum er síðan komið í hendurnar á sjúkraflutningamönnum sem sinna honum þangað til þyrla Landhelgisgæslunnar kemur og flytur hann til Reykjavíkur. Þetta er árangur af þrotlausum æfingum og námskeiðum og við leggjum mikið upp úr því við séum með gott viðbragð á Ölfusá. Þetta er okkar heimasvæði og við þurfum að vera með allt í toppstandi hér,“ segir Tryggvi Hjörtur Oddsson. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en samkvæmt upplýsingum þaðan er maðurinn með meðvitund og dvelur á Landspítalnum Það var mikill viðbúnaður hér við Ölfusárbrú en það var Viðar Arason, björgunar- og sjúkraflutningamaður, sem blés lífi í manninn „Hann var ekki með meðvitund en öndunin kom til baka og var til staðar,“ segir Viðar. Hann vill ekki gera mikið úr afreki sínu enda segist hann bara vera hluti af þeirri heild sem kom að björgun mannsins . En hvernig gekk Viðari að sofna í gærkvöldi eftir björgunarafrek dagsins ? „Maður sofnar bara glaður. Maður veit að maður gerði vel og ég er viss um að allir gerðu það sem voru á vettvangi í gær.“
Tengdar fréttir Ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi hefur enn ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá í gær. 7. september 2017 11:45 „Þetta var mögnuð björgun“ Maðurinn sem stökk út í Ölfusá barst með ánni í um 15 til 20 mínútur áður en honum var bjargað. 6. september 2017 22:00 Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi hefur enn ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá í gær. 7. september 2017 11:45
„Þetta var mögnuð björgun“ Maðurinn sem stökk út í Ölfusá barst með ánni í um 15 til 20 mínútur áður en honum var bjargað. 6. september 2017 22:00
Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31