Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2017 08:00 Mark hjá Gylfa Þór Sigurðssyni á Old Trafford er orðinn árlegur viðburður. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað í þremur leikjum í röð í leikhúsi draumanna, eitthvað sem aðeins fjórum öðrum leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist. Það eru ekki ómerkari menn en Sergio Agüero, Emmanuel Adebayor, Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka. „Það hefur verið frábært fyrir mig að spila hérna undanfarin þrjú ár og skora í hverjum leik. Þetta var mikilvægt mark og vonandi telur þetta stig þegar talið verður upp úr kössunum,“ sagði Gylfi eftir leikinn í gær. Swansea spilaði vel á Old Trafford og jafntefli var það minnsta sem liðið átti skilið út úr leiknum. Það var þó Manchester United sem náði forystunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Wayne Rooney skoraði úr umdeildri vítaspyrnu. Swansea gafst ekki upp og þegar 11 mínútur voru til leiksloka var komið að Gylfa. Rooney braut þá klaufalega á Jordan Ayew fyrir utan vítateig og Neil Swarbrick dæmdi aukaspyrnu. Það var aldrei neinn annar að fara að taka spyrnuna en Gylfi og honum brást ekki bogalistinn; setti boltann yfir varnarvegginn og í hornið, óverjandi fyrir David De Gea, markvörð United. Stórkostlegt mark hjá Gylfa sem er svo sannarlega með meirapróf í því að taka aukaspyrnur. Frá því hann kom aftur til Swansea sumarið 2014 hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skorað jafnmörg mörk beint úr aukaspyrnum og íslenski landsliðsmaðurinn, eða sex talsins. Allt í allt hefur Gylfi skorað sjö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Swansea. Markið hans Gylfa tryggði Swansea mikilvægt stig í fallbaráttunni. Velska liðið er þó enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hull City sem er í 17. sætinu. Bæði Swansea og Hull eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu og þeir eru álíka erfiðir. Swansea mætir Everton á heimavelli í næstu umferð, sækir svo fallna Sunderland-menn heim og fær svo West Brom, lið sem hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og virðist hætt, í heimsókn í lokaumferðinni. Hull á eftir að mæta Sunderland (heima), Crystal Palace (úti) og Tottenham (heima). Möguleikar Swansea á að halda sér í ensku úrvalsdeildinni eru því nokkuð góðir. En jafnvel þótt liðið haldi sér uppi eru hverfandi líkur á því að Gylfi verði áfram leikmaður Swansea á næsta tímabili. Frammistaða hans í vetur hefur einfaldlega verið það góð að stærri félög hljóta að reyna að krækja í íslenska landsliðsmanninn. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Mark hjá Gylfa Þór Sigurðssyni á Old Trafford er orðinn árlegur viðburður. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað í þremur leikjum í röð í leikhúsi draumanna, eitthvað sem aðeins fjórum öðrum leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist. Það eru ekki ómerkari menn en Sergio Agüero, Emmanuel Adebayor, Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka. „Það hefur verið frábært fyrir mig að spila hérna undanfarin þrjú ár og skora í hverjum leik. Þetta var mikilvægt mark og vonandi telur þetta stig þegar talið verður upp úr kössunum,“ sagði Gylfi eftir leikinn í gær. Swansea spilaði vel á Old Trafford og jafntefli var það minnsta sem liðið átti skilið út úr leiknum. Það var þó Manchester United sem náði forystunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Wayne Rooney skoraði úr umdeildri vítaspyrnu. Swansea gafst ekki upp og þegar 11 mínútur voru til leiksloka var komið að Gylfa. Rooney braut þá klaufalega á Jordan Ayew fyrir utan vítateig og Neil Swarbrick dæmdi aukaspyrnu. Það var aldrei neinn annar að fara að taka spyrnuna en Gylfi og honum brást ekki bogalistinn; setti boltann yfir varnarvegginn og í hornið, óverjandi fyrir David De Gea, markvörð United. Stórkostlegt mark hjá Gylfa sem er svo sannarlega með meirapróf í því að taka aukaspyrnur. Frá því hann kom aftur til Swansea sumarið 2014 hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skorað jafnmörg mörk beint úr aukaspyrnum og íslenski landsliðsmaðurinn, eða sex talsins. Allt í allt hefur Gylfi skorað sjö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Swansea. Markið hans Gylfa tryggði Swansea mikilvægt stig í fallbaráttunni. Velska liðið er þó enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hull City sem er í 17. sætinu. Bæði Swansea og Hull eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu og þeir eru álíka erfiðir. Swansea mætir Everton á heimavelli í næstu umferð, sækir svo fallna Sunderland-menn heim og fær svo West Brom, lið sem hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og virðist hætt, í heimsókn í lokaumferðinni. Hull á eftir að mæta Sunderland (heima), Crystal Palace (úti) og Tottenham (heima). Möguleikar Swansea á að halda sér í ensku úrvalsdeildinni eru því nokkuð góðir. En jafnvel þótt liðið haldi sér uppi eru hverfandi líkur á því að Gylfi verði áfram leikmaður Swansea á næsta tímabili. Frammistaða hans í vetur hefur einfaldlega verið það góð að stærri félög hljóta að reyna að krækja í íslenska landsliðsmanninn.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira