Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 19:00 Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr. Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr.
Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira