Maður var tekinn af lífi í Arkansas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í tólf ár í gær. Hlé hafði verið gert á aftökum í ríkinu þar sem dómari hafði bannað notkun á eitri til nota við aftökur en það var aðferðin sem notuð hefur verið í Arkansas síðustu áratugi.
Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri þeim úrskurði við á dögunum og er nú búist við nokkrum aftökum í röð í ríkinu.
Sá sem tekinn var af lífi í nótt var Ledell Lee, dæmdur til dauða fyrir morðið á Debru Reese í Jacksonville árið 1993.
Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu en beiðni hans um frestun á aftökunni í gær var hafnað.
Sjö aðrir eru á dauðalistanum í Arkansas á næstu mánuðum.
