Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.
Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30