Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux. Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux.
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15