Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2017 13:45 Raheem Sterling spilar á Laugardalsvelli í sumar. vísir/getty Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní. Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði. "Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum. Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.
Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní. Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði. "Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum. Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira