Það vantar ekki áhugann á hinum 36 ára gamla John Terry sem er á lausu eftir að hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea.
Fjöldi félaga hefur sýnt honum áhuga síðustu vikur og nú síðast WBA. Tony Pulis, stjóri WBA, hefur staðfest áhuga sinn á að semja við Terry.
Í gær var greint frá því að félag Birkis Bjarnasonar, Aston Villa, væri á eftir Terry og að stjóri félagsins, Steve Bruce, hefði nýtt golfhring til þess að eiga óformlegar viðræður við Terry.
Terry útilokar ekki að taka slaginn í B-deildinni þó svo hann telji sig vel getað spilað í efstu deild áfram. Launapakkinn verður þó örugglega erfiður fyrir bæði Villa og WBA.
WBA komið í slaginn um Terry
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
