Hjólabrettakappi fékk dæmdar bætur eftir furðulegt vespuslys Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 16:19 Slysið átti sér stað á Akureyri árið 2014. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands á helmingi þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann steig af hjólabretti á ferð eftir að hafa verið dreginn af vespu á töluverðri ferð á Akureyri. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði misst takið af bifhjólinu og dottið af brettinu. Í fallinu steig hann í hægri fótlegg sem bognaði í öfuga átt með þeim afleiðingum að hann hlaut rof á fremra krossbandi og einnig skemmdir í afturhluta innri liðþófa. Þetta átti sér stað í maí árið 2014 og sóttist maðurinn eftir bætum frá Vátryggingafélagi Íslands út frá ábyrgðartryggingu vespunnar. Vátryggingafélagið hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því væri ekki til staðar bótaskylda úr ábyrgðartrygging ökutækisins. 17. apríl árið 2015, lenti maðurinn í öðru slysi þegar hann ók snjósleða fram af hengju og fékk snúningsáverka á hægra hnéð þannig að það yfirréttist. Fann hann fyrir verkjum og bólgu í hné eftir það slys og viðurkenndi Vátryggingafélagið bótaskyldu vegna þess atviks. Sóst var eftir mati á áverkum mannsins en ljóst var að ekki væri mögulegt að meta líkamstjón mannsins án þess að lagt yrði mat á það líkamstjón sem hann varð fyrir árið 2014. Niðurstaða matsmanna var á þann veg að tjón mannsins væri að jöfnu, þannig var varanleg örorka í slysinu metin 4 prósent og sama vegna slyssins árið 2015. Fyrr í ár fór maðurinn fram á að Vátryggingafélagið myndi endurskoða afstöðu sína vegna slyssins í maí árið 2014 en félagið hafnaði því og var málið höfðað fyrir dómstólum í framhaldi af því. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Vátryggingafélag Íslands bæri ábyrgð á helmingi þess tjóns sem maðurinn varð fyrir í slysinu 2014. Var maðurinn talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að grípa aftan í vespuna, en ökumaður vespunnar var einnig talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að aka henni á svo miklum hraða að maðurinn gat hlotið skaða af. Málskostnaður aðila var látinn niður falla og var það ákvörðun dómstólsins að gjafakostnaður mannsins, upp á 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands á helmingi þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann steig af hjólabretti á ferð eftir að hafa verið dreginn af vespu á töluverðri ferð á Akureyri. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði misst takið af bifhjólinu og dottið af brettinu. Í fallinu steig hann í hægri fótlegg sem bognaði í öfuga átt með þeim afleiðingum að hann hlaut rof á fremra krossbandi og einnig skemmdir í afturhluta innri liðþófa. Þetta átti sér stað í maí árið 2014 og sóttist maðurinn eftir bætum frá Vátryggingafélagi Íslands út frá ábyrgðartryggingu vespunnar. Vátryggingafélagið hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því væri ekki til staðar bótaskylda úr ábyrgðartrygging ökutækisins. 17. apríl árið 2015, lenti maðurinn í öðru slysi þegar hann ók snjósleða fram af hengju og fékk snúningsáverka á hægra hnéð þannig að það yfirréttist. Fann hann fyrir verkjum og bólgu í hné eftir það slys og viðurkenndi Vátryggingafélagið bótaskyldu vegna þess atviks. Sóst var eftir mati á áverkum mannsins en ljóst var að ekki væri mögulegt að meta líkamstjón mannsins án þess að lagt yrði mat á það líkamstjón sem hann varð fyrir árið 2014. Niðurstaða matsmanna var á þann veg að tjón mannsins væri að jöfnu, þannig var varanleg örorka í slysinu metin 4 prósent og sama vegna slyssins árið 2015. Fyrr í ár fór maðurinn fram á að Vátryggingafélagið myndi endurskoða afstöðu sína vegna slyssins í maí árið 2014 en félagið hafnaði því og var málið höfðað fyrir dómstólum í framhaldi af því. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Vátryggingafélag Íslands bæri ábyrgð á helmingi þess tjóns sem maðurinn varð fyrir í slysinu 2014. Var maðurinn talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að grípa aftan í vespuna, en ökumaður vespunnar var einnig talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að aka henni á svo miklum hraða að maðurinn gat hlotið skaða af. Málskostnaður aðila var látinn niður falla og var það ákvörðun dómstólsins að gjafakostnaður mannsins, upp á 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira